Nafn Hákonar kyrjað í Köben: Ég flaug bara upp og lokaði augunum Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Hákon Arnar Haraldsson hefur alveg örugglega tryggt sér fleiri tækifæri hjá þjálfaranum Jess Thorup sem hér fagnar honum í leiknum gegn Vejle í gær. Getty/Lars Ronbog „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var frábært. Ég er svo glaður eftir þennan fyrsta leik í byrjunarliðinu,“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson eftir sannkallaðan draumadag í Kaupmannahöfn í gær. Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon. Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon.
Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17