Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 20:04 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum. COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum.
COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19