Íslenski boltinn

Vill endurmeta læknis­skoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Hafsteinsson í leik með KA sumarið 2019.
Daníel Hafsteinsson í leik með KA sumarið 2019. VÍSIR/BÁRA

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær.

Emil Pálsson, leikmaður Sogndal í norsku B-deildinni, hné niður í leik liðsins í gærkvöld. Hinn 28 ára Emil fór í hjartastopp eftir aðeins tólf mínútna leik en var endurlífgaður á vellinum áður en hann var sendur með þyrlu á sjúkrahús.

Daníel Hafsteinsson, miðjumaður KA, tjáði sig á Twitter-síðu sinni um málið og stakk upp á því að íslensk lið tækju upp betri læknisskoðun hér á landi.

„Emmi Páls. Svona í ljósi þess að þetta er að gerast oftar upp á síðkastið þá mætti kannski skoða það að uppfæra læknisskoðun í íslenskum fótbolta. Held að það sé ekki nóg að fara í hjartaskoðun með einu heyrnatæki einu sinni á ári. Langt á eftir í mörgu en þetta væri kannski eitthvað sem væri mikilvægt að skoða fyrir allt og alla, og já kannski í öllum íþróttum.“

Hinn 21 árs gamli Daníel samdi við sænska félagið Helsingborg sumarið 2019 en fór til FH á láni árið síðar áður en hann samdi aftur við uppeldisfélag sitt KA í febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×