Innlent

Fella­skóli og Lauga­lækjar­skóli komust í úr­slit Skrekks

Árni Sæberg skrifar
Laugalækjarskóli sýndi atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu.
Laugalækjarskóli sýndi atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu. Anton Bjarni

Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks, árlegrar hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjö grunnskólar tóku þátt í kvöld og komust Fellaskóli með atriðið Hvað er að gerast sem fjallaði um Covid-19 og Laugalækjarskóli með atriðið Á bak við brosið sem fjallar líkamsvirðingu áfram í úrslit.

180 nemendur úr Fellaskóla, Landakotsskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Norðlingaskóla Réttarholtsskóla og Ölduselsskóla tóku þátt.

Þau sýndu hæfileika sína á sviði sviðslista í frumsömdum atriðum sem þau hafa samið sérstaklega fyrir stóra sviðið í Borgarleikhúsinu vegna Skrekks.

Seinni undanúrslitakvöldin tvö fara fram næstu tvö kvöld og lokakeppnin sjálf þann 8. nóvember. Sýnt verður beint frá lokakvöldinu á RÚV líkt og venjan hefur verið síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×