Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 07:59 Drengir eru líklegri en stúlkur til að greinast með hjartavöðvabólgu. Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira