Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 07:59 Drengir eru líklegri en stúlkur til að greinast með hjartavöðvabólgu. Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sérfræðingum sem þekkja til rannsóknanna. Tölfræðin hljómar ógnvekjandi; fyrir einstakling á aldrinum 18 til 39 ára er áhættan á því að fá hjartavöðvabólgu allt að 37 sinnum hærri eftir tvo skammta af bóluefninu frá Moderna. Þá er áhættan hjá aldurshópnum 12 til 39 ára allt að nítjánföld eftir tvo skammta af Pfizer. Raunverulegur fjöldi er hins vegar afar lítill. Ungir karlar eru líklegri en aðrir til að fá hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetninga en í Bandaríkjunum hafa um það bil 11 af hverjum 100 þúsund bólusettum körlum á aldrinum 16 til 29 ára verið greindir með hjartavöðvabólgu í kjölfar bólusetningar. Áhættan lækkar með aldrinum og þá er talið ólíklegt að aukaverkunin eigi eftir að valda vandræðum þegar börn á aldrinum 5 til 11 ára verða bólusett, þar sem hjartavöðvabólga er fátíð fyrir kynþroskaaldur. Hjartavöðvabólga kemur oftast til samhliða vírus- eða bakteríusýkingu og veldur einkennum á borð við hraðan eða óreglulegan hjartslátt, brjóstverki og mæði. Árlega greinast 10 til 20 af hverjum 100 þúsund með hjartavöðvabólgu á heimsvísu en talið er að fleiri sýni væg einkenni og séu aldrei greindir. Frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út hafa tugþúsundir barna í Bandaríkjunum verið lögð inn á sjúkrahús með Covid-19 og 657 dáið. Þá hefur fjöldi barna glímt við langvarandi Covid, það er að segja einkenni eftir að sýking er yfirstaðin. Að minnsta kosti 5.200 börn hafa einnig greinst með fjölkerfa bólgusjúkdóm vegna Covid-19.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira