Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira