Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Zlatan Ibrahimovic ætlar að hjálpa Svíum að komast á HM. getty/David Lidstrom Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla. HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla.
HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira