Mega skoða síma manns sem grunaður er um að hafa sent fjölmörg hótunarskilaboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 14:06 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið heimild til þess að fara yfir farsímagögn manns sem grunaður er um líkamsárás og umsáturseinelti. Þá telur lögregla að gögnin geti nýst í öðru sakamáli gegn manninum. Í gær staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að lögreglu væru heimilt að skoða gögn á farsíma mannsins. Er lögreglan að rannsaka mál þar sem umræddur maður er grunaður um að hafa framið líkamsárás gegn manni sem hann taldi hafa verið að reyna að við fyrrverandi kærustu sína. Segist brotaþolinn hafa fengið mikið af skilaboðum, raddskilaboðum, Facebook-skilaboðum og fleira frá manninum með hótunum um líkamsmeiðingar og að maðurinn myndi drepa hann. Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás gegn brotaþola með því að hafa margt oft slegið til hans inn um rúðu á vörubíl. Telja að gögnin geti varpað ljósi á íkveikju Einnig kemur fram í úrskurði Landsréttar að maðurinn hafi hlotið tvo dóma á árinu. Hann hafi unað einum þeirra en áfrýjað hluta hins til Landsréttar, ákæru um íkveikju sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Við rannsókn á hinni meintu líkamsárás og meintu umsáturseinelti segist lögregla hafa fundið fjölda skilaboða á mörgum miðlum og einnig í formi símtala við brotaþola málsins þar sem hann meðal annars nefnir framangreinda íkveikju. Telur lögregla því að síminn sem um ræðir hafi að geyma samskipti, myndir og fleiri upplýsingar sem gætu skipt miklu fyrir rannsókn og dómsmeðferð framangreindra mála. Tók Landsréttur undir röksemdir lögreglunnar og staðfesti úrskurðu héraðsdóms þess efnis að lögregla megi skoða þau gögn sem kunni að leynast í síma mannsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Í gær staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að lögreglu væru heimilt að skoða gögn á farsíma mannsins. Er lögreglan að rannsaka mál þar sem umræddur maður er grunaður um að hafa framið líkamsárás gegn manni sem hann taldi hafa verið að reyna að við fyrrverandi kærustu sína. Segist brotaþolinn hafa fengið mikið af skilaboðum, raddskilaboðum, Facebook-skilaboðum og fleira frá manninum með hótunum um líkamsmeiðingar og að maðurinn myndi drepa hann. Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás gegn brotaþola með því að hafa margt oft slegið til hans inn um rúðu á vörubíl. Telja að gögnin geti varpað ljósi á íkveikju Einnig kemur fram í úrskurði Landsréttar að maðurinn hafi hlotið tvo dóma á árinu. Hann hafi unað einum þeirra en áfrýjað hluta hins til Landsréttar, ákæru um íkveikju sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Við rannsókn á hinni meintu líkamsárás og meintu umsáturseinelti segist lögregla hafa fundið fjölda skilaboða á mörgum miðlum og einnig í formi símtala við brotaþola málsins þar sem hann meðal annars nefnir framangreinda íkveikju. Telur lögregla því að síminn sem um ræðir hafi að geyma samskipti, myndir og fleiri upplýsingar sem gætu skipt miklu fyrir rannsókn og dómsmeðferð framangreindra mála. Tók Landsréttur undir röksemdir lögreglunnar og staðfesti úrskurðu héraðsdóms þess efnis að lögregla megi skoða þau gögn sem kunni að leynast í síma mannsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira