Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein COP26 Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun