Einkunn Íslands: Ófullnægjandi Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 08:00 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun