Einkunn Íslands: Ófullnægjandi Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 08:00 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum. Gullna tækifærið til að vera fyrirmyndarþjóð og hafa góð áhrif á þróun á alþjóðasviðinu týnist í miðjumoði stjórnvalda. Þessi sorglega niðurstaða var þó óhjákvæmileg afurð ríkisstjórnar sem er innbyrðis ósammála um þetta mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu áherslur Íslands á COP26 í gær. Hún sagði að markmið Parísarsamningsins dygðu ekki til að hemja hlýnun Jarðar. Markmiðin þyrfti að uppfæra. Þetta lá raunar alltaf fyrir. Reyndar var hreinlega byggt inn í Parísarsamninginn að fimm árum eftir samþykkt hans - og síðan á fimm ára fresti eftir það - þyrfti að uppfæra markmið og auka metnað. Gömul, ófullnægjandi markmið Katrín sagði að Ísland hefði boðað slíka uppfærslu á síðasta ári. Þar er um að ræða sameiginleg markmið Evrópusambandins um 55% samdrátt í losun fyrir árið 2030, málamiðlun á milli framsæknari afla og mestu kolafíkla í Evrópu. Ísland – ríki sem hefur alla burði til að vera í fararbroddi – er í samfloti með þessari málamiðlun í stað að setja sér sjálfstætt, metnaðarfyllra landsmarkmið. Markmið sem flokkur forsætisráðherra viðurkenndi í kosningabaráttunni að væri of veikt. Annar stór bautasteinn ríkisstjórnarinnar sem forsætisráðherra kynnti fyrir heimsbyggðinni í Glasgow var fjögurra ára gamalt markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi 2040. Þessi uppfærðu markmið duga ekki til frekar en hin fyrri.Climate Action Tracker lagðist yfir nokkur landsmarkmið, þar á meðal frá Noregi og Evrópusambandinu sem Ísland fylgir að málum, og komst að því að þau væru ófullnægjandi.Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lagði saman öll uppfærðu landsmarkmiðin og komst að því að uppfærðar áætlanir aðildarríkjanna myndu leiða til 2,7°C hlýnunar á öldinni. Þó það sé ögn minni hlýnun en reiknuð var út á grunni eldri áætlana er það en engu að síður víðs fjarri markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun innan við 1,5°C. Hlýnun sem mun hafa óafturkræf áhrif á vistkerfi heimsins. Ísland hefur allt til að bera til að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum. En til þess þarf ríkisstjórn með raunverulegan metnað. Slík ríkisstjórn er ekki að fæðast í Ráðherrabústaðnum þessa dagana. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar