Íslenska landsliðið mátti ekki spila heimaleik sinn vegna aðstöðuleysis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 11:41 Íslenskt körfuboltaáhugafólk hefur ekki séð heimaleik hjá íslenska landsliðinu í langan tíma. Martin Hermannsson verður ekki að spila hér heima í þessum gluggan. Vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik mun ekki spila heimaleik sinn í undankeppni HM í þessum mánuði eins og áætlað var. Alþjóðakörfuknattleikssambandið hefur nú sett KKÍ stólinn fyrir dyrnar og gefur ekki út fleiri undanþágur. Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að Ísland hefur þurft að skipta á heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2023 til að sleppa við það að þurfa að spila heimaleik í öðru landi. Íslenska sambandið náði samkomulagi við það rússneska um að skipta á leikjum. Heimaleikurinn við Rússa er því kominn inn í júlí á næsta ári en Ísland fer þess í stað til Rússlands í nóvember. FIBA hafði ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku formi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf vegna viðgerða og hefur verið það síðastliðna mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Það varð niðurstaðan Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Fréttatilkynning frá KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í lok nóvember í undankeppni HM, FIBA WorldCup 2023, þegar liðið leikur fyrstu tvo leiki sína í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Ítalía, Rússland og Holland. FIBA hefur ákveðið að keppnin fari ekki lengur fram í „sóttvarnarbubblum“ eins og undanfarin misseri heldur í klassísku fomi með heimaleikjum og útileikjum milli liðanna í riðlinum. Leikgluggarnir verða þrír með tveim leikjum hver, fyrst núna í nóvember og svo í febrúar og júlí 2022. Eftir þessa sex leiki verður ljóst hvaða þrjú lið af fjórum fara áfram í aðra umferð keppninnar. Upp kom sú staða í aðdraganda þessa fyrsta glugga að leikvangur íslenska liðsins, Laugardalshöllin, sem er einni löglegi keppnisvöllurinn á landinu en þó með undanþágu frá FIBA hvað varðar grunnkröfur FIBA fyrir landsleiki, er ónothæf v/ viðgerða og hefur verið það sl. mánuði. Eftir mikil samskipti við FIBA, formleg sem óformleg, varð ljóst að FIBA var ekki tllbúið til að veita undanþágu ofan á undanþágu vegna þessa heimaleiks og gaf FIBA KKÍ tvo kosti. Annarsvegar að spila í öðru landi í Evrópu eða reyna að fá rússneska sambandið til að taka leikinn að sér og leika þar. Þar sem aðeins minni kröfur eru í undankeppni EM kvenna sem einnig hefst í nóvember ákvað FIBA að heimila KKÍ að halda heimaleik okkar í þessum glugga. Hann verður gegn Ungverjalandi og fram fer á Ásvöllum í Ólafssal, sunnudaginn 14. nóvember næstkomandi. Ekki er víst að FIBA leyfi aðrar undanþágur í komandi gluggum liðsins sem verður næst að ári í nóvember 2022. Til þess að leysa málin fór KKÍ á þess leit við FIBA og rússneska körfuknattleikssambandið að fá leyfi til að skipta á heimaleik/útileik í leikjaplaninu og úr varð að það gekk upp, Rússar taka á móti Íslandi í Sánki Pétursborg þann 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og verður þá vonandi heimaleikur Íslands gegn Rússum í staðinn 4. júlí 2022. Ísland hefur leik 26. nóvember úti gegn Hollandi og heldur þaðan til Rússlands í kjölfarið og leikur því tvo útileiki í nóvember. Þetta er því miður staðan en Ísland hefur ekki leikið heimaleik í Höllinni í rúmlega eitt og hálft ár sem var fyrst vegna COVID-ástandsins (leikið í sóttvarnarbubblum) og svo nú þegar það er loksins möguleiki að spila hér heima á ný þá koma upp aðstöðumál sem hindra það að leikmenn liðsins og íslenskir aðdáendur fái að keppa og styðja við sitt lið hér á landi. Einnig mun þetta hafa fjárhagsleg áhrif á starfsemi KKÍ þar sem sambandið verður af tekjum vegna heimaleiksins og mikils kostnaðar við að ferðast til Rússlands á þessum tíma. Eins og KKÍ hefur bent ítrekað á þá er löngu kominn tími á að bæta aðstoðmál sérsambanda sem stunda inni íþróttir sem uppfylla nútímakröfur varðandi keppnisaðstöðu og aðgengi landsliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji fjármagn í gerð þjóðarleikvangs og stígi skrefið við að framkvæma. Fulltrúar KKÍ hafa upplýst Lilju D. Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna og fundað með henni nýlega vegna þessa máls.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira