Hæstiréttur hlýðir á mál er varðar vopnaburð á almannafæri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:32 Spurningin sem liggur fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna er sú hvort yfirvöldum sé heimilt að takmarka vopnaburð á almannafæri. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun í dag hlýða á málflutning í máli sem varðar annan viðauka stjórnarskrár landsins, þar sem fjallað er um skotvopnaeign. Málið varðar lög í New York, sem takmarka verulega rétt fólks til að bera skotvopn. Dómstóllinn úrskurðaði árið 2008 að einstaklingum væri almennt heimilt að eiga skotvopna á heimili sínu í sjálfsvarnarskyni. Árið 2010 var sá dómur útvíkkaður þannig að niðurstaða dómstólsins á nú ekki bara um alríkislög heldur einnig ríkis- og staðarlöggjöf. Síðan þá hefur Hæstiréttur ekki fjallað um annað viðaukann. Aðrir dómstólar hafa yfirleitt úrskurðað með takmörkunum á skotvopnaeign en eru ósammála um þá spurningu sem er uppi í New York; hvort yfirvöldum sé heimilt að banna einstaklingum að bera skotvopn á sér í sjálfsvarnarskyni. New York Times leiðir líkur að því að dómstólinn hafi ekki fjallað um vopnalög í áratug vegna þess hvernig hann hefur verið skipaður. Nú sé meirihluti dómara íhaldssamur og hættuminna að taka mál af þessum toga til umfjöllunar. Sækjendur í málinu eru Robert Nash og Brandon Koch. Báðir hafa leyfi til að bera byssu á leið til æfinga eða til veiða fjarri byggð. Þá hefur Kock heimild til að bera byssu til og frá vinnu. Þeim var hins vegar neitað um leyfi til að bera skotvopn hvert sem þeir fara. Reglurnar í New York eru svipaðar reglum í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Massachusetts, New Jersey og Rhode Island. Dómarinn sem fjallaði um áþekkt mál við áfrýjunardómstól vegna laganna á Havaí sagði yfirferð á 700 ára lagasögu Bretlands og Bandaríkjanna hafa leitt í ljós greinilegt þema: Að stjórnvöld hefðu vald til að setja reglur um vopnaburð á almannafæri. Skotvopn Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26 Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Dómstóllinn úrskurðaði árið 2008 að einstaklingum væri almennt heimilt að eiga skotvopna á heimili sínu í sjálfsvarnarskyni. Árið 2010 var sá dómur útvíkkaður þannig að niðurstaða dómstólsins á nú ekki bara um alríkislög heldur einnig ríkis- og staðarlöggjöf. Síðan þá hefur Hæstiréttur ekki fjallað um annað viðaukann. Aðrir dómstólar hafa yfirleitt úrskurðað með takmörkunum á skotvopnaeign en eru ósammála um þá spurningu sem er uppi í New York; hvort yfirvöldum sé heimilt að banna einstaklingum að bera skotvopn á sér í sjálfsvarnarskyni. New York Times leiðir líkur að því að dómstólinn hafi ekki fjallað um vopnalög í áratug vegna þess hvernig hann hefur verið skipaður. Nú sé meirihluti dómara íhaldssamur og hættuminna að taka mál af þessum toga til umfjöllunar. Sækjendur í málinu eru Robert Nash og Brandon Koch. Báðir hafa leyfi til að bera byssu á leið til æfinga eða til veiða fjarri byggð. Þá hefur Kock heimild til að bera byssu til og frá vinnu. Þeim var hins vegar neitað um leyfi til að bera skotvopn hvert sem þeir fara. Reglurnar í New York eru svipaðar reglum í Kaliforníu, Havaí, Maryland, Massachusetts, New Jersey og Rhode Island. Dómarinn sem fjallaði um áþekkt mál við áfrýjunardómstól vegna laganna á Havaí sagði yfirferð á 700 ára lagasögu Bretlands og Bandaríkjanna hafa leitt í ljós greinilegt þema: Að stjórnvöld hefðu vald til að setja reglur um vopnaburð á almannafæri.
Skotvopn Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26 Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. 1. nóvember 2021 23:26
Taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bidens í umhverfismálum Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í gær að taka fyrir mál sem gæti bundið hendur Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Einnig verður mál tekið fyrir sem gæti haft mikil áhrif á málefni innflytjenda í Bandaríkjunum. 30. október 2021 14:01