Spilakassarnir blekkja Páll Heiðar Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:30 Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru mikilvægar upplýsingar um spilakassa fyrir fólk sem þá notar: Spilakassar eru hannaðir af sérfræðingum í mannlegri hegðun. Hönnun þeirra miðar að því að nota öll tiltæk ráð til að gera kassana eins ávanabindandi og ómótstæðilega og mannleg þekking á viðfangsefninu gerir okkur kleift. Sá sem hannar mest ávanabindandi spilakassann stendur sig best í sinni vinnu. Þeir eru byggðir upp á blekkingum og tálsýnum til að hafa af þér eins mikið fé og er mögulega hægt. Það er tilgangur og virkni þeirra. Skjár kassans lýsir ekki innri virkni hans, skjárinn er ekki að myndbirta það sem gerist innra með honum. Skjárinn er blekking. Þegar það virðist sem maður hafi „næstum unnið“ þá er það ekki svo heldur er markmiðið að láta þér líða þannig að „þetta sé alveg að koma“. Þú hefur enga stjórn á útkomunni, sama hvað þú gerir; sama hvort eða hvernig þú ýtir á skjáinn eftir að leikur er hafinn þá hefur það engin áhrif á útkomuna. Tilfinning um stjórnun er blekking. Líkurnar á vinningi eru ávallt þær sömu og þær eru þér ekki í hag. Tölvan reiknar einfaldlega tölu af handahófi með slembitölugjafa (e. random number generator) og það ákvarðar útkomuna í hvert sinn. Kassinn heldur ekki tölu um vinninga og tap, hann geymir ekki vinninga og er aldrei fullur eða tómur af peningum. Því hver leikur í kassanum er sjálfstæður leikur, óháður fyrri leikjum; það heitir „Sjálfstæði atburða“. Því færist maður aldrei nær vinningum, það er blekking. Hann er samt hannaður til að láta þig halda að þú getir með einhverju móti haft áhrif á útkomuna; það heitir „Tálsýnin um stjórn“. Fjárhættuspil eru ávallt sett upp út frá þessum tveimur reglum: Að hver leikur sé sjálfstæður atburður, óháður fyrri leikjum og að þú hafir enga stjórn á útkomunni. Annars væru það ekki fjárhættuspil og þá væri hægt að læra að græða á þeim. Þá væri skynsamlegt að stunda fjárhættuspil og naskur leikmaður gæti grætt á þeim með því að beita réttri aðferð. Það er hins vegar ekki svo, hönnuðir spilakassanna sjá til þess. Ef þú vilt hætta að spila: spilavandi@saa.is, s. 530-7600. Ef þú ert aðstandandi einstaklings með spilavanda: fjolskylda@saa.is, s. 530-7600. Fyrir aðstandendur yngri en 18 ára, sálfræðiþjónusta barna: s. 530-7600. Höfundur er sálfræðingur hjá SÁÁ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun