Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:14 Þau Elísabet Gunnarsdóttir og Gunnar Steinn Jónsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. Elísabet Gunnarsdóttir er bloggari og áhrifavaldur. Hún stofnaði bloggsíðuna Trendnet.is árið 2012 og heldur þeirri síðu út enn þann dag í dag ásamt öðrum bloggurum. Hennar betri helmingur, Gunnar Steinn Jónsson, er landsliðsmaður í handbolta. Þá eru þau einnig meðeigendur kaffifyrirtækisins Sjöstrand og eru með umboðið fyrir því hér á Íslandi. Þau Elísabet og Gunnar voru gestir í 29. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Við vorum náttúrlega svo mikil börn að við vorum ennþá með útivistartíma“ Í þættinum segja þau frá því hvernig þau felldu hugi saman þegar þau voru rétt orðnir unglingar. „Við erum bæði úr Grafarvoginum og ég skipti um grunnskóla í 6. bekk. Við byrjuðum saman í bekk þá og vorum saman í bekk upp í 10.bekk. Við sátum saman í ensku í 8., 9. og 10. bekk. Sigga enskukennari var ekki ánægð með okkur, við töluðum svo andskoti mikið og höfðum svo mikið að spjalla um,“ segir Elísabet. Það var síðan í 10. bekk sem vinskapurinn varð að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru par. „Ég var alltaf í heimsókn hjá Elísabetu, svo klikkaði ekki að klukkan 12 þá kallaði mamma hennar alltaf: Elísabet klukkan er orðin 12 og nú þarf Gunni að fara heim!“ segir Gunnar og hlær. „Já við vorum náttúrlega svo mikil börn að við vorum ennþá með útivistartíma,“ bætir Elísabet við. Þau segja þetta hafa verið sannkallaða hvolpaást sem hafi þróast fallega. Þegar pör kynnist svona snemma á lífsleiðinni þá annað hvort þroskist þau saman eða í sundur, þar hafi þau einfaldlega verið heppin. Eftir grunnskólann fóru þau bæði í MS en voru í sitthvorum bekknum. Þau eignuðust sitt fyrsta barn fljótlega eftir menntaskólann og þegar þau voru 21 árs ákváðu þau að halda á vit ævintýranna í Svíþjóð. „Ég eignast sem sagt Ölbu í mars og við flytjum út um sumarið. Við bara pældum ekki í því að það væri skrítið í eina sekúndu. Við tölum stundum um það í dag hvað við vorum ung og kærulaus, sem var ágætt samt. Ég held það hafi bara verið gott,“ segir Elísabet. Þreif hratt til þess að komast á æfingar Árið áður höfðu þau eytt sumri í Danmörku þar sem Gunnari bauðst að æfa með liðinu FCK á undirbúningstímabilinu. Þar unnu þau fyrir sér með því að þrífa ráðhúsið eldsnemma á morgnanna til þess að geta átt frí á daginn og Gunnar gæti spilað handbolta. „Þannig að ég var þarna í baráttunni að þrífa og þreif hratt til að geta farið á æfingar en stóð mig rosalega vel á þessum æfingum og þjálfarinn var frá Svíþjóð frá þessum klúbbi og hann mældi með mér þangað.“ Fyrsta árið í Svíþjóð gekk vonum framar og fór lið Gunnars frá því að vera falllið yfir í það að spila úrslitaleikinn. „Þá var gert eitthvað svaka innslag á aðal sjónvarpsstöðinni bara: „Öskubuskuævintýrið: fór frá því að vera að þrífa“, eins og ég hafi bara verið að berjast fyrir lífi mínu,“ segir Gunnar sem hafði svo gaman að fyrirsögninni að hann ákvað að vera ekkert að leiðrétta sjónvarpsstöðina og segja þeim að þetta hafi nú ekki alveg verið svona dramatískt í raun og veru. Elísabet og Gunnar felldu hugi saman þegar þau voru í grunnskóla. Í dag eiga þau tvö börn og hafa búið í hinum ýmsu löndum Evrópu.Betri helmingurinn Því næst hélt fjölskyldan til Frakklands og segja þau það hafa verið mesta menningarsjokkið fáir töluðu ensku. Þar tíðkast einnig að börn byrji í skóla þriggja ára og reyndist það Elísabetu erfitt. „Ég hélt kannski að ég fengi að fara með henni að skoða skólann en það var bara „Velkomin Alba! Bless mamma, komdu klukkan 4!“. Það var alveg hræðilegt og ég grenjaði alla leiðina heim.“ Ferðalagi þeirra var þó ekki lokið því í kjölfarið fluttu þau til Þýskalands þar sem þau eignuðust son sinn. Því næst fluttu þau aftur til Svíþjóðar og loks aftur til Danmerkur þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þá kom hins vegar upp með skömmum fyrirvara að Gunnar þurfti að fara aftur til Þýskalands. „Þá var þetta orðið rosalega skrítið líf því stelpan okkar ákvað að flytja til Íslands. Hún tók það bara í sínar eigin hendur. Hún fór í haustfrí til ömmu og afa og fór í prufur í þjóðleikhúsinu og náði sér í hlutverk í Kardemommubænum. Það var mjög vel gert, en þetta var orðið ansi einmanalegt hjá mér og Gunnari Manúel syni okkar,“ segir Elísabet um þennan tíma. „Þarna vorum við orðin fjögurra manna fjölskylda í þremur löndum á Covid tíma.“ Þau Elísabet og Gunnar eru hvors annars helstu stuðningsmenn. Elísabet mætir á flestalla handboltaleiki og hefur ekki látið það stoppa sig að hafa verið með ungabarn á handleggnum. „Ég held að það geri börnunum bara gott. Auðvitað er allt gott í hófi og allt það. Ég er rosalega mikil rútínumamma en er samt ekki að stoppa lífið, frekar bara að taka þau bara með í ævintýrin.“ Þó svo að líf handboltafjölskyldunnar á faraldsfæti sé vissulega ævintýralegt, taka þau fram að það hefur ekki einungis verið dans á rósum. „Við erum í einhverjum boltaleik og það sveiflast allt líf fjölskyldunnar með þessu. Maður lendir í einhverjum erfiðleikum, líður illa eða er að spila illa og þá verður allt þungt. Svo fer þetta alveg í hina áttina líka og maður er alveg í skýjunum. Maður á að læra að láta þetta ekki hafa áhrif en nú er ég búinn að vera að þessu í 20 ár og ég er ekki ennþá búinn að læra það,“ segir Gunnar. Besta pasta Ítalíu reyndist vera örbylgjupasta Í þættinum segja þau frá hlægilegu atviki sem átti sér stað á ferðalagi þeirra um Cinque Terre á Ítalíu þar sem þau voru stödd ásamt vinafólki. „Við vorum búin að vera þarna í mestu blíðunni og þetta var alveg fullkominn dagur. Við vorum búin að vera í sólinni á ströndinni og fórum á milli þorpanna,“ lýsir Elísabet þessum fullkomna ítalska degi. „Það má kannski taka það fram að þegar Elísabet verður svona hamingjusöm, þá alveg missir hún sig og það koma bara svona geislar í kringum hana,“ skýtur Gunnar inn í. Í lok þessa fullkomna dags ákváðu þau að fá sér kvöldverð á fallegum veitingastað sem þau sáu. Á staðnum var guðdómlegt útsýni yfir sólsetrið sem þau segja hafa verið draumi líkast. Til þess að kóróna þennan fullkomna dag á Ítalíu ákvað Elísabet að panta sér pasta. „Svo er ég bara í þessu sem Gunni nefndi áðan, svona hamingjuvímu. Við erum þarna á double datei og ég segi bara: Þið verðið að smakka þetta pasta! Þetta er besta pasta sem ég hef smakkað. Eruði að sjá þetta? Ég er hérna með besta pasta á Ítalíu og þetta útsýni!“ Hálftíma síðar sjá þau afgreiðsludömuna koma hlaupandi upp stigann, opna frystikistuna, taka upp frosinn pakka af pasta og skella honum í örbylgjuofninn og bera það fram fyrir næsta viðskiptavin. „Þau náttúrlega emjuðu úr hlátri og Gunni gerir ennþá grín að mér!“ Í þættinum ræða þau Elísabet og Gunnar rómantík, sameiginlega ást þeirra á súkkulaði og segja frá fyrstu nóttinni sem Elísabet eyddi heima hjá Gunnari þar sem þau sváfu ofan á spýtu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Elísabetu og Gunnar í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Handbolti Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir er bloggari og áhrifavaldur. Hún stofnaði bloggsíðuna Trendnet.is árið 2012 og heldur þeirri síðu út enn þann dag í dag ásamt öðrum bloggurum. Hennar betri helmingur, Gunnar Steinn Jónsson, er landsliðsmaður í handbolta. Þá eru þau einnig meðeigendur kaffifyrirtækisins Sjöstrand og eru með umboðið fyrir því hér á Íslandi. Þau Elísabet og Gunnar voru gestir í 29. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Við vorum náttúrlega svo mikil börn að við vorum ennþá með útivistartíma“ Í þættinum segja þau frá því hvernig þau felldu hugi saman þegar þau voru rétt orðnir unglingar. „Við erum bæði úr Grafarvoginum og ég skipti um grunnskóla í 6. bekk. Við byrjuðum saman í bekk þá og vorum saman í bekk upp í 10.bekk. Við sátum saman í ensku í 8., 9. og 10. bekk. Sigga enskukennari var ekki ánægð með okkur, við töluðum svo andskoti mikið og höfðum svo mikið að spjalla um,“ segir Elísabet. Það var síðan í 10. bekk sem vinskapurinn varð að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru par. „Ég var alltaf í heimsókn hjá Elísabetu, svo klikkaði ekki að klukkan 12 þá kallaði mamma hennar alltaf: Elísabet klukkan er orðin 12 og nú þarf Gunni að fara heim!“ segir Gunnar og hlær. „Já við vorum náttúrlega svo mikil börn að við vorum ennþá með útivistartíma,“ bætir Elísabet við. Þau segja þetta hafa verið sannkallaða hvolpaást sem hafi þróast fallega. Þegar pör kynnist svona snemma á lífsleiðinni þá annað hvort þroskist þau saman eða í sundur, þar hafi þau einfaldlega verið heppin. Eftir grunnskólann fóru þau bæði í MS en voru í sitthvorum bekknum. Þau eignuðust sitt fyrsta barn fljótlega eftir menntaskólann og þegar þau voru 21 árs ákváðu þau að halda á vit ævintýranna í Svíþjóð. „Ég eignast sem sagt Ölbu í mars og við flytjum út um sumarið. Við bara pældum ekki í því að það væri skrítið í eina sekúndu. Við tölum stundum um það í dag hvað við vorum ung og kærulaus, sem var ágætt samt. Ég held það hafi bara verið gott,“ segir Elísabet. Þreif hratt til þess að komast á æfingar Árið áður höfðu þau eytt sumri í Danmörku þar sem Gunnari bauðst að æfa með liðinu FCK á undirbúningstímabilinu. Þar unnu þau fyrir sér með því að þrífa ráðhúsið eldsnemma á morgnanna til þess að geta átt frí á daginn og Gunnar gæti spilað handbolta. „Þannig að ég var þarna í baráttunni að þrífa og þreif hratt til að geta farið á æfingar en stóð mig rosalega vel á þessum æfingum og þjálfarinn var frá Svíþjóð frá þessum klúbbi og hann mældi með mér þangað.“ Fyrsta árið í Svíþjóð gekk vonum framar og fór lið Gunnars frá því að vera falllið yfir í það að spila úrslitaleikinn. „Þá var gert eitthvað svaka innslag á aðal sjónvarpsstöðinni bara: „Öskubuskuævintýrið: fór frá því að vera að þrífa“, eins og ég hafi bara verið að berjast fyrir lífi mínu,“ segir Gunnar sem hafði svo gaman að fyrirsögninni að hann ákvað að vera ekkert að leiðrétta sjónvarpsstöðina og segja þeim að þetta hafi nú ekki alveg verið svona dramatískt í raun og veru. Elísabet og Gunnar felldu hugi saman þegar þau voru í grunnskóla. Í dag eiga þau tvö börn og hafa búið í hinum ýmsu löndum Evrópu.Betri helmingurinn Því næst hélt fjölskyldan til Frakklands og segja þau það hafa verið mesta menningarsjokkið fáir töluðu ensku. Þar tíðkast einnig að börn byrji í skóla þriggja ára og reyndist það Elísabetu erfitt. „Ég hélt kannski að ég fengi að fara með henni að skoða skólann en það var bara „Velkomin Alba! Bless mamma, komdu klukkan 4!“. Það var alveg hræðilegt og ég grenjaði alla leiðina heim.“ Ferðalagi þeirra var þó ekki lokið því í kjölfarið fluttu þau til Þýskalands þar sem þau eignuðust son sinn. Því næst fluttu þau aftur til Svíþjóðar og loks aftur til Danmerkur þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þá kom hins vegar upp með skömmum fyrirvara að Gunnar þurfti að fara aftur til Þýskalands. „Þá var þetta orðið rosalega skrítið líf því stelpan okkar ákvað að flytja til Íslands. Hún tók það bara í sínar eigin hendur. Hún fór í haustfrí til ömmu og afa og fór í prufur í þjóðleikhúsinu og náði sér í hlutverk í Kardemommubænum. Það var mjög vel gert, en þetta var orðið ansi einmanalegt hjá mér og Gunnari Manúel syni okkar,“ segir Elísabet um þennan tíma. „Þarna vorum við orðin fjögurra manna fjölskylda í þremur löndum á Covid tíma.“ Þau Elísabet og Gunnar eru hvors annars helstu stuðningsmenn. Elísabet mætir á flestalla handboltaleiki og hefur ekki látið það stoppa sig að hafa verið með ungabarn á handleggnum. „Ég held að það geri börnunum bara gott. Auðvitað er allt gott í hófi og allt það. Ég er rosalega mikil rútínumamma en er samt ekki að stoppa lífið, frekar bara að taka þau bara með í ævintýrin.“ Þó svo að líf handboltafjölskyldunnar á faraldsfæti sé vissulega ævintýralegt, taka þau fram að það hefur ekki einungis verið dans á rósum. „Við erum í einhverjum boltaleik og það sveiflast allt líf fjölskyldunnar með þessu. Maður lendir í einhverjum erfiðleikum, líður illa eða er að spila illa og þá verður allt þungt. Svo fer þetta alveg í hina áttina líka og maður er alveg í skýjunum. Maður á að læra að láta þetta ekki hafa áhrif en nú er ég búinn að vera að þessu í 20 ár og ég er ekki ennþá búinn að læra það,“ segir Gunnar. Besta pasta Ítalíu reyndist vera örbylgjupasta Í þættinum segja þau frá hlægilegu atviki sem átti sér stað á ferðalagi þeirra um Cinque Terre á Ítalíu þar sem þau voru stödd ásamt vinafólki. „Við vorum búin að vera þarna í mestu blíðunni og þetta var alveg fullkominn dagur. Við vorum búin að vera í sólinni á ströndinni og fórum á milli þorpanna,“ lýsir Elísabet þessum fullkomna ítalska degi. „Það má kannski taka það fram að þegar Elísabet verður svona hamingjusöm, þá alveg missir hún sig og það koma bara svona geislar í kringum hana,“ skýtur Gunnar inn í. Í lok þessa fullkomna dags ákváðu þau að fá sér kvöldverð á fallegum veitingastað sem þau sáu. Á staðnum var guðdómlegt útsýni yfir sólsetrið sem þau segja hafa verið draumi líkast. Til þess að kóróna þennan fullkomna dag á Ítalíu ákvað Elísabet að panta sér pasta. „Svo er ég bara í þessu sem Gunni nefndi áðan, svona hamingjuvímu. Við erum þarna á double datei og ég segi bara: Þið verðið að smakka þetta pasta! Þetta er besta pasta sem ég hef smakkað. Eruði að sjá þetta? Ég er hérna með besta pasta á Ítalíu og þetta útsýni!“ Hálftíma síðar sjá þau afgreiðsludömuna koma hlaupandi upp stigann, opna frystikistuna, taka upp frosinn pakka af pasta og skella honum í örbylgjuofninn og bera það fram fyrir næsta viðskiptavin. „Þau náttúrlega emjuðu úr hlátri og Gunni gerir ennþá grín að mér!“ Í þættinum ræða þau Elísabet og Gunnar rómantík, sameiginlega ást þeirra á súkkulaði og segja frá fyrstu nóttinni sem Elísabet eyddi heima hjá Gunnari þar sem þau sváfu ofan á spýtu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Elísabetu og Gunnar í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Handbolti Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30
Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00
Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00