Ótrúleg tölfræði Ronaldo: Man Utd væri með tvö stig án hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 19:00 Cristiano Ronaldo elskar að spila í Meistaradeild Evrópu. Chloe Knott/Getty Images Það má segja margt um Cristiando Ronaldo en eitt er víst, hann skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeild Evrópu. Án marka hans væri Manchester United með aðeins tvö stig að loknum fjórum umferðum. Mörk hans til þessa í keppninni má sjá neðst í fréttinni. Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Portúgalinn Cristiano Ronaldo samdi við Manchester United á nýjan leik nú undir lok sumars. Mikið hefur verið rætt um ágæti Ronaldo síðan hann gekk aftur í raðir Man United. it's official 7 @Cristiano#MUFC | #RonaldoReturns— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2021 Þessi 36 ára gamli leikmaður er af sumum talinn dragbítur þar sem hann hleypur ekki nóg, pressar ekki nægilega mikið og þar fram eftir götunum. Það má hins vegar alltaf bóka eitt, Ronaldo skorar mörk. Þá sérstaklega í Meistaradeildinni, keppni sem hann hefur unnið fimm sinnum á annars ótrúlegum ferli. Ronaldo var enn á ný bjargvættur Man United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Atalanta í Bergamo á Ítalíu í gærkvöld. Var hann einnig bjargvættur liðsins er Man Utd kom til baka eftir að hafa lent 0-2 undir á Old Trafford. Það kemur því ekki á óvart að þjálfari Atalanta sem og leikmenn liðsins virðast alveg komnir með upp í kok af Ronaldo og markaskorun hans. Or bloody Ronaldo. https://t.co/MQeTHdRZOV— Marten de Roon (@Dirono) November 3, 2021 Ef ekki væri fyrir mörk hans í keppninni væru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær með aðeins tvö stig í F-riðli að loknum fjórum leikjum. Kominn með fimm mörk í fjórum leikjum Ronaldo kom Manchester United yfir er liðið heimsótti Young Boys í Sviss. Staðan var 1-1 er hann var tekinn af velli á 72. mínútu en heimamenn skoruðu sigurmarkið er fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Í næstu umferð kom Villareal á Old Trafford. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 53. mínútu en vinstri bakvörðurinn Alex Telles jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur kom sigurmark á 95. mínútu leiksins, að þessu sinni sá Ronaldo til að sínir menn enduðu með stigin þrjú. Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal.EPA-EFE/Peter Powell Í næsta leik var komið að Atalanta að heimsækja Old Trafford. Gestirnir komust yfir og gott betur en það, þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Marcus Rashford minnkaði muninn, Harry Maguire jafnaði metin og hver annar en Ronaldo skoraði sigurmark heimamanna þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í gær var komið að síðari leiknum gegn Atalanta, að þessu sinni á Ítalíu. Atalanta komst yfir snemma leiks en Ronaldo jafnaði eftir frábæran undirbúning Mason Greenwood og Bruno Fernandes undir lok fyrri hálfleiks, staðan 1-1 í hálfleik. Duván Zapata kom heimamönnum yfir á nýjan leik í síðari hálfleik en þegar komið var eina mínútu fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo glæsilegt mark og tryggði Man Utd stig sem og toppsæti riðilsins. Ronaldo í þann mund að tryggja Man Utd stig í Bergamo.Emilio Andreoli/Getty Images Þökk sé Ronaldo er Man Utd því á toppi F-riðils með 7 stig að loknum fjórum umferðum. Villareal – sem Man Utd mætir í næstu umferð á útivelli – er einnig með sjö stig, Atalanta er með fimm stig og Young Boys er á botninum með þrjú stig. Það er ljóst að ef Man Utd kemst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þá á liðið mörkum Cristiano Ronaldo það að þakka. Mörkin til þessa má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaður Ronaldo Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð