Nauðsynleg viðhorfsbreyting Tómas Leifsson skrifar 4. nóvember 2021 09:00 Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í Hafnarfirði starfa tæplega 600 starfsmenn á leikskólum bæjarins. Hlutfall leikskólakennara er 26%. Í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ er staðan svipuð. Á Íslandi er nánast enginn leikskóli sem uppfyllir þau skilyrði í lögum þar sem kveðið er um að 2/3 hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Barn er í kringum átta klukkutíma á dag í leikskóla. Áhrifin sem leikskóli hefur á þroska og líðan barns eru gríðarleg. Þetta eru mikilvægustu árin í lífi einstaklings og þarna eigum við að vera með okkar besta fólk. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaga hlýtur að vera að fjölga leikskólakennurum. Í áraraðir hefur mannekla verið viðvarandi vandamál í leikskólum landsins. Við sem samfélag höfum ákveðið að hafa það þannig. Álagið er mikið, launin lág og starfsaðstæður óviðunandi. Margt starfsfólk gefst upp og ræður sig annað. Mikil starfsmannavelta á leikskólum er aldrei góð og bitnar það verst á börnum sem þurfa festu og öryggi. Leikskólar þurfa oft að fella niður vettvangsferðir vegna manneklu, foreldrar þurfa að sækja barnið sitt fyrr vegna manneklu, börn komast ekki í aðlögun vegna manneklu, einni deild lokað í dag vegna manneklu og svo framvegis. Þessi staða er fyrir löngu orðin hluti af leikskólastarfinu. Við sættum okkur við þetta. Hugarfar og virðing samfélagsins gagnvart leikskólanum verður að breytast. Hættum að tala um að uppfylla einhver lágmarksviðmið um mönnun eða leikskóla sem eru opnir allan sólarhringinn. Metnaðurinn verður að vera miklu meiri. Við viljum það besta fyrir börnin okkar og þá verður viðhorf okkar að breytast. Hlutverk leikskólans snýr að börnunum en ekki atvinnulífinu. Það felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Í umræðu um leikskóla á þetta að koma fyrst, allt annað á að bíða. Það er nauðsynlegt að efla leikskólana innan frá og styrkja kerfið í heild sinni. Við verðum að fjölga leikskólakennurum vegna þess að góðir kennarar eru forsenda góðrar menntunar. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er grunnurinn lagður að öllu frekara námi. Fáar starfsgreinar skila jafn miklu til baka og þeir sem mennta börnin okkar. Sterkt leikskólakerfi með háu hlutfalli leikskólakennara, lítilli starfsmannaveltu og ánægðu starfsfólki yrði ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er kennari.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun