Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 13:25 Mette Frederiksen segist hafa breytt stillingum í símanum sínum sumarið 2020 þannig að smáskilaboð eyddust þrjátíu dögum eftir að þau eru send. EPA Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send. Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira