Fótbolti

Guðlaugur Viktor spilaði allan leikinn í tapi Schalke

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Guðlaugur lék allan leikinn í dag
Guðlaugur lék allan leikinn í dag vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Viktor Pálsson, var að venju í byrjunarliði Schalke 04 þegar að liðið tók á móti Darmstadt í þýsku fyrstu deildinni í dag. Schalke gat með sigri farið enn nær toppnum en það mistókst. Darmstadt vann leikinn 2-4,

Guðlaugur Viktor, sem var á dögunum valinn í íslenska landsliðshópinn spilaði allan leikinn en náði ekki að hjálpa liðinu í því að stoppa Darmstadt sem tók með sigrinum smávægilegt st0kk í deildinni og fara upp fyrir Schalke í töflunni.

Schalke byrjaði betur og strax á 8. mínútu var liðið komið yfir en það var á ferðinni Luka Pfeiffer sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Darmstadt voru þó ekki lengi að svara þessu. Philip Tietz jafnaði metin einungis þremur mínútum síðar og áður en hálfleikurinn var úti voru gestirnir komnir yfir. Mathias Honsak skoraði á 23. mínútu með fínu skoti og þannig stóð í hálfleik, 1-2.

Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Bæði lið sóttu en það voru Darmstadt sem voru sterkari. á 63. mínútu skoraði Tietz sitt annað mark. Marvin Pieringer lagaði stöðuna fyrir Schalke á 88. mínútu en það var svo Benjamin Goller sem slökkti í Schalke með marki í uppbótartíma. Sigur Darmstadt staðreynd, 2-4.

Með sigrinum stukku Darmstadt upp fyrir Schalke í töflunni. Darmstadt er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig en Schalke er í því fimmta með 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×