„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 13:16 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira