Miðillinn sérhæfir sig í Damallsvenskan, úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð, og voru alls tveir Íslendingar meðal 50 bestu leikmanna deildarinnar. Guðrún Arnardóttir, miðvörður Svíþjóðarmeistara Rosengård var í 30. sæti og Sveindís Jane var svo í 10. sæti.
Sveindís Jane var á láni hjá Kristianstad eftir að hafa samið við þýska stórliðið Wolfsburg undir lok síðasta árs. Sveindís Jane lék alls 19 leiki með Kristianstad og skoraði í þeim sex mörk.
Átti hún sinn þátt í að liðið endaði í 3. sæti og vann sér þar með inn þátttökurétt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.
10. Sveindís Jonsdottir, Kristianstad
— Damallsvenskan Nyheter (@damallsvfotboll) November 8, 2021
Isländska supertalangen gör en magnifik säsong. En av seriens absolut snabbaste spelare och med en bländande teknik så förflyttar hon bollen blixtsnabbt. Jonsdottir har brutalt långa inkast vilket är ett stort anfallsvapen. pic.twitter.com/vebp3aV4a0
„Þessi ofurefnilegi Íslendingur átti frábært tímabil. Ein af fljótustu leikmönnum deildarinnar og með frábæra tækni, hún ferðast með boltann á leifturhraða. Einnig getur hún tekið óhugnalega löng innköst, sem er mjög gott vopn sóknarlega,“ segir um Sveindísi Jane og frammistöðu hennar á tímabilinu.

Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.