Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 11:01 Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október. vísir/hulda margrét Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum. Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30