Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna deila um „höfundarrétt“ bóluefnisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2021 08:35 Hver „fann upp“ bóluefnið? Svarið gæti skipt sköpum. AP/Charlie Riedel Lyfjafyrirtækið Moderna og Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (NIH) hafa í eitt ár háð baráttu um það hverjir verðskulda höfundarrétt á bóluefninu gegn Covid-19. Niðurstaða deilnanna gætu haft mikla þýðingu fyrir það hvernig bóluefnið verður notað. Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Bóluefnið, sem jafnan er kennt við Moderna, er afrakstur fjögurra ára samvinnu fyrirtækisins og NIH en samkvæmt NIH unnu þrír vísindamenn lífvísindarannsóknarstofu stofnunarinnar með vísindamönnum Moderna að hönnun erfðaraðarinnar sem gerir það að verkum að bóluefnið vekur ónæmisviðbragð í líkamanum. Vísindamenn NIH koma þó ekki við sögu í einkaleyfisumsókn Moderna til bandarískra yfirvalda, heldur eru vísindamenn fyrirtækisins sagðir höfundar bóluefnisins. Samkvæmt bandarískum miðlum hafa deilur um málið staðið yfir í ár en Moderna sótt um einkaleyfi í júlí síðastliðnum. New York Times segir meira í húfi en viðurkenningu og egó; ef vísindamenn NIH fái höfundarrétt með vísindamönnum Moderna muni stjórnvöld hafa meira um það að segja hverjir fá að framleiða bóluefnið, sem gæti meðal annars haft áhrif á það hvaða ríki fá aðgang að því. Þá gæti höfundaréttur vísindamannanna þriggja fært ríkinu milljarða í tekjur. Moderna hefur verið gagnrýnt vestanhafs fyrir litla viðleitni til að gera bóluefnið aðgengilegt fátækari ríkjum. Fyrirtækið þáði 10 milljarða Bandaríkjadala af skattfé til að þróa bóluefnið og hefur gert samninga um sölu á bóluefninu út 2022 að andvirði 35 milljarða dala. New York Times hefur eftir vísindamönnum sem þekkja til málsins að svik felist í framgöngu Moderna, ekki síst þar sem þróun bóluefnisins hafi verið fjármögnuð með almannafé. Þá sé ljóst að fyrirtækið og NIH hafi átt í samstarfi í fjögur eða fimm ár og málið snúist um sanngirni og siðferði. Ef vísindamenn NIH verða viðurkenndir „höfundar“ lyfsins ásamt vísindamönnum mun hið opinbera tæknilega séð ekki þurfa heimild frá Moderna til að heimila öðrum að framleiða bóluefnið. Moderna hefur sagt að það muni ekki beita mögulegum einkaleyfum á meðan faraldurinn gengur yfir en sérfræðingar segja framleiðendur þó mun heldur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og vera með leyfi frá stjórnvöldum en óformlegt loforð frá Moderna. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Vísindi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira