Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú á leið aftur til Glasgow fyrir lokahnykk loftslagsráðstefnunnar þar. Bretar hafa lagt fram drög að samkomulagi sem öll ríkin þurfa að samþykkja til að verði að veruleika. Vísir/EPA Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á að ljúka um helgina. Forseti ráðstefnunnar birti sjö blaðsíðna drög að samkomulagi snemma í morgun. Öll aðildarríki rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar þurfa þó að samþykkja slíkt samkomulag eða yfirlýsingu samhljóða. Í drögunum eru ríki heims hvött til að uppfæra svonefnd landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda þannig að þau samrýmist markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir lok árs 2022. Markmið þess er að takmarka hlýnun jarðar við 2°C á þessari öld og helst við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Miðað við núverandi losunarmarkmið ríkjanna 197 sem eiga aðild að samningnum stefnir í að hlýnunin verði töluvert meiri, um 2,4°C miðað fyrir tímabilið fyrir iðnbyltingu samkvæmt greiningu Climate Action Tracker (CAT), óháðs hóps vísindamanna. „Jafnvel með þeim nýju loforðum fyrir 2030 í Glasgow munum við losa gróflega tvöfalt meira árið 2030 en þarf til að ná 1,5°C markmiðinu. Þess vegna verða allar ríkisstjórnir að endurskoða markmið sín,“ sagði í greiningunni. Hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti og ríkari þjóðir styðji þær snauðari Kallað er eftir því í fyrsta skipti að ríkin hætti smám saman niðurgreiðslum á kolum og jarðefnaeldsneyti. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekkert sé sett um tímaramma eða markmið í þeim efnum í samkomulagsdrögum Breta. Þá er óljóst hvort að klausan lifi af og komist inn í endanlega útgáfu samkomulagsins. Einnig er kveðið á um að ríkari þjóðir geri meira til að hjálpa þeim snauðari að aðlagast loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að heimtur hafi gengið illa á þeim hundrað milljörðum dollara sem iðnríki lofuðu að veita þeim fátækari fyrir árið 2020 er lagt til að upphæðin verði hækkuð frá og með 2025. Reuters-fréttastofan segir að samninganefndir aðildarríkjanna setjist niður í dag og reyni að ná samstöðu um lokatexta samkomulagsins sem hægt verði að skrifa undir um helgina. Kona situr á matsölubás sínum í háflóði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Með áframhaldandi hlýnun jarðar verða flóð, þurrkar og hitabylgjur tíðari og skæðari.Vísir/EPA Ýmsir minni samningar þegar samþykktir Þrátt fyrir að ýmsir aðgerðasinnar og stjórnmálamenn hafi lýst því yfir að loftslagsráðstefna SÞ sé gagnslaus undanfarna daga hafa ýmsir samningar verið undirritaðir á henni fram að þessu. Þannig hafa leiðtogar fleiri en hundrað ríkja sæst á að binda enda á og snúa við eyðingu skóga fyrir árið 2030, þar á meðal Brasilía þar sem verulega hefur verið gengið á Amasonfrumskóginn. Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu samkomulag um að draga úr losun metans, gróðurhúsalofttegundar sem er enn máttugri en koltvísýringur en skammlífari í lofthjúpnum, fyrir árið 2030. Talað hefur verið um að samdráttur í losun metans sé ein skilvirkasta leiðin til að draga hratt úr hnattrænni hlýnun. Fleiri en fjörutíu ríki skrifuðu einnig undir samning um að hætta að brenna kolum, en þó ekki stórveldi eins og Kína og Bandaríkin sem eru á meðal mestu kolaháka heimsins.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bretland Skotland Tengdar fréttir Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22
Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins fjölmennir á COP26 Talsmenn kola- gas- og olíuiðnaðarins í heiminum eru fjölmennir á COP26 ráðstefnunni í Glasgow þar sem loftslagsmálin eru rædd. Raunar eru þeir svo fjölmennir að ekkert einstakt ríki sendir fleiri fulltrúa á ráðstefnuna. 8. nóvember 2021 07:25
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20