Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2021 10:11 Rósa Magnúsdóttir, höfundur bókarinnar Rauðra þráða, segir að sér hafi þegar árið 2011 verið kunnugt um málið. Hún segir bókina um Kristin og Þóru ekki helgisögu og hún hafi rannsakað feril hjónanna sér fyllilega meðvituð um hinar alvarlegu ásakanir. Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul. Vísir greindi sagði af málinu í gær en Guðný greindi frá athæfi Kristins í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Frásögn Guðnýjar hefur vakið óhug, ekki síst innan bókmenntaheimsins en Kristinn er einn stofnenda Máls og menningar og talinn einn helsti bókmenntafrömuður 20. aldarinnar á Íslandi. „Ég tel rétt að taka það fram að ég heyrði ekki fleiri frásagnir af þessu tagi er ég vann að rannsókninni,“ segir Rósa á Facebook-síðu sinni. Vissi af málinu strax 2011 Í yfirlýsingu hennar kemur fram að hún hafi rætt við Guðnýju um þessi mál strax árið 2011. Henni hafi því verið kunnugt um málið og en bundin trúnaði. „Ég dáist að hugrekki Guðnýjar Bjarnadóttur og hugur minn er hjá henni í dag. Guðný hafði fyrst samband við mig árið 2011 og sagði mér í stuttu máli frá fyrsta atvikinu sem hún nefnir í greininni. Þá var móðir hennar á lífi og ég bundin trúnaði um málið,“ segir Rósa í yfirlýsingu sinni. Rauðir þræðir ekki helgisaga Um það bil sem Rauðir þræðir fóru í prentun í haust hittumst þær Guðný í fyrsta skipti og ræddum saman. „Ég hafði þá lokið við að skrifa um þau Þóru og Kristin og lagt áherslu á lífsskoðanir þeirra, hollustu við kommúnismann og Sovétríkin og aðkomu þeirra að útgáfustarfsemi og pólitísku upplýsinga- og áróðursstarfi. Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir er ekki helgisaga; frásögn Guðnýjar árið 2011 hafði mikil áhrif á mig og rannsóknina. Ég las allar heimildir með hana í huga.“ Rósa segir að Guðný hafi ekki viljað að frásögn hennar kæmi fram fyrst þegar þær ræddu saman. „En þegar við ræddum saman í haust var hún reiðubúin að stíga fram. Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að einstaklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Vísir greindi sagði af málinu í gær en Guðný greindi frá athæfi Kristins í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Frásögn Guðnýjar hefur vakið óhug, ekki síst innan bókmenntaheimsins en Kristinn er einn stofnenda Máls og menningar og talinn einn helsti bókmenntafrömuður 20. aldarinnar á Íslandi. „Ég tel rétt að taka það fram að ég heyrði ekki fleiri frásagnir af þessu tagi er ég vann að rannsókninni,“ segir Rósa á Facebook-síðu sinni. Vissi af málinu strax 2011 Í yfirlýsingu hennar kemur fram að hún hafi rætt við Guðnýju um þessi mál strax árið 2011. Henni hafi því verið kunnugt um málið og en bundin trúnaði. „Ég dáist að hugrekki Guðnýjar Bjarnadóttur og hugur minn er hjá henni í dag. Guðný hafði fyrst samband við mig árið 2011 og sagði mér í stuttu máli frá fyrsta atvikinu sem hún nefnir í greininni. Þá var móðir hennar á lífi og ég bundin trúnaði um málið,“ segir Rósa í yfirlýsingu sinni. Rauðir þræðir ekki helgisaga Um það bil sem Rauðir þræðir fóru í prentun í haust hittumst þær Guðný í fyrsta skipti og ræddum saman. „Ég hafði þá lokið við að skrifa um þau Þóru og Kristin og lagt áherslu á lífsskoðanir þeirra, hollustu við kommúnismann og Sovétríkin og aðkomu þeirra að útgáfustarfsemi og pólitísku upplýsinga- og áróðursstarfi. Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir er ekki helgisaga; frásögn Guðnýjar árið 2011 hafði mikil áhrif á mig og rannsóknina. Ég las allar heimildir með hana í huga.“ Rósa segir að Guðný hafi ekki viljað að frásögn hennar kæmi fram fyrst þegar þær ræddu saman. „En þegar við ræddum saman í haust var hún reiðubúin að stíga fram. Ég hvatti hana til að segja sína sögu sjálf og nú hefur hún gert það með áhrifamiklum hætti. Ég vona að saga hennar verði til þess að einstaklingar af hennar kynslóð finni styrk til að stíga fram og skila skömminni.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókaútgáfa Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira