Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:18 Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland geta lært ýmislegt frá öðrum löndum. Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42