Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 14:31 Alla þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira