„Sjálfnærandi peningamaskína“ Gunnar Karl Ólafsson skrifar 10. nóvember 2021 13:31 Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki ennþá fundið út hvort eigi að hlæja eða gráta yfir framkomu fráfarandi stjórnendum Eflingar, einhliða umfjöllun fjölmiðla og undirtektir margra við þeim. Gerendameðvirkni hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið. Sem þolandi ofbeldis hefur það hugtak og hvað margir taka þátt í því farið í taugarnar á mér, en gerendameðvirkni með fráfarandi stjórnendum Eflingar er svakaleg. Einhliða umfjöllun og sögu falsanir hafa fengið að koma í dagsljósið án mótmæla og get ég ekki setið á mér. Einfaldlega vegna starfsfólks Eflingar, starfsfólks verkalýðshreyfingarinnar allrar, stjórnum verkalýðshreyfingarinnar, kjarabaráttu launafólks, störfum trúnaðarmanna og sannleiksgildi þeirrar baráttu sem hefur verið háð innan hreyfingarinnar síðustu ár. Fráfarandi formaður Eflingar skreytir sig einnig með rósum annarra. Vinna við lífskjara samninganna var löngu byrjuð áður en hún kom að þeim. Kjarasamningar 2015 eru einnig umdeilanlega hlutfallslega betri en lífskjara samningurinn. Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að hún hafi einungis beðið starfsfólk um að þau þurfi að gefa út að það væri ekki ógnarstjórnun á skrifstofunni eða að hún hætti. Hugsið það aðeins… Í Silfrinu síðasta sunnudag segir fráfarandi formaður Eflingar að “Íslenska verkalýðshreyfingin er náttúrulega bara svona sjálf nærandi peningamaskína, peningarnir bara streyma streyma streyma” Hefur formaður til þriggja ára ekki hugmynd um í hvað þeir fara í viðbót við kjarasamningagerð? Menntastyrkir, heilsu og forvarna styrkir, sjúkradagpeningar, VIRK, lögfræðiþjónusta, Bjarg, Vinnustaðareftirlitið, rannsóknir og kannanir og svo mætti lengi telja. Kröftugt fólk stendur á bakvið öll þessi verkefni. Í silfrinu síðasta sunnudag ræðst fráfarandi formaður Eflingar enn einu sinni að starfsfólki „Allur sá aðbúnaður sem að starfsfólk skrifstofu Eflingar býr við, er bara til algerar fyrirmyndar, ekki aðeins í launakjörum, þarna er jafnvel bara svona fremur ósérhæft starfsfólk með yfir 700.00 kr á mánuði….” Það er erfitt að finna fyrirtæki á almennum vinnumarkaði búið að reka jafn óvæga atlögu að starfsfólki sínu og fráfarandi stjórnendur Eflingar hafa gert. Eiga laun og kex í skúffum að kaupa vinnufrið fólks undir ógnarstjórnun. Ef að það er kex í skúffum er þá í lagi að staðreka fólk eða öskra á það? Í öðru lagi hvað er verið að reyna að gera með að draga þetta fram? Jú til að rýra trúverðugleika starfsfólks síns sem hefur lítin sem engan málsvara annan en sína trúnaðarmenn og við sáum öll hvernig það fór. Fráfarandi stjórnendur Eflingar eru langt í frá þeir einu sem hafa „rifið upp” hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin hefur unnið gott starf síðustu áratugi og mun halda áfram að gera það á greiðari máta án fráfarandi stjórnenda Eflingar. Hreyfingin mætti gera átak í að koma betur á framfæri því sem að við erum að vinna við dags daglega og langar mér ljúka þessum pistli á því. Vegna þess að hreyfingin er ekki einn formaður í einu félagi. Aðalverkefni mín hjá mínu félagi er að þjónusta félagsmenn, taka á móti umsóknum, reikna og greiða út menntastyrki 15. hvers mánaðar, heilsu og forvarna styrki 20. Hvers mánaðar og svo sjúkradagpeninga 1. hvers mánaðar. Einnig er ég vinnustaðareftirlitsfulltrúi og fer í heimsóknir á vinnustaði, þar hef ég unnið með allt frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og allveg uppí mjög flókin mannsalsmál. Tek á móti félagsmönnum sem leita til skrifstofunnar og ráðlegg þeim varðandi vangoldin laun, óréttláta meðferð á vinnustað, ógnarstjórnun, útreikninga við launakröfur, sáttarfundi, og svo margt annað. Vinn með lögmönnum félagsins við að túlka kjarasamninga, sækja vangoldin laun félagsmanna og safna gögnum því til stuðnings. Leiðbeini atvinnulausum og öðru fólki sem hættir á vinnumarkaði tímabundið vegna heilsubrests eða áfalla áfram í gegnum þau kerfi sem við höfum til staðar. Sjá um heimasíðu og er að innleiða mínar síður fyrir félagið. Tala við og styðja trúnaðarmenn. Tala fyrir betrumbótum og reglugerðarbreytingu í hinum ýmsu nefndum míns stéttarfélags og á öðrum vettvöngum. Svara fyrirspurnum um alskonar ákvæði kjarasamninga frá félagsmönnum. Er í góðu sambandi við félagsþjónustu sveitarfélaganna á mínu svæði, skattinn, lögregluna, vinnustaðareftirlit ríkisins, Heilbrigðistofnun Suðurlands, Bjarkahlíð, Vinnumálastofnun og VIRK, starfsendurhæfingu svo einhvað sé talið upp. Þetta er í aðalatriðum það sem ég geri frá degi til dags og er ég bara „starfsmaður á plani”, þannig að setja það fram að við (verkalýðshreyfingin) séum „sjálfnærandi peningamaskína” er alger óvirðing við alla þá sem starfa þar sem og því starfi sem fer fram frá degi til dags og er í raun ekkert annað en vanþekking. Sögufalsanir, persónudýrkun og gerendameðvirkni má ekki að standa án mótmæla. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar