Emil segir lán í óláni að hjartað skyldi stoppa innan vallar: Var dáinn í fjórar mínútur Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 16:09 Emil Pálsson gat rætt við fjölmiðla í dag eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi. MYND/SARPSBORG08.NO Emil Pálsson ræddi í dag við fjölmiðla í fyrsta sinn eftir að hann fór í hjartastopp í fótboltaleik í Noregi í síðustu viku. Hann kveðst afar heppinn að vera á lífi. Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“ Norski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Emil var að spila með liði Sogndal gegn Stjördals/Blink í norsku 1. deildinni þegar hann hné niður eftir um tólf mínútna leik. Hann var lífgaður við á staðnum og fluttur í sjúkraþyrlu á Haukeland sjúkrahúsið en útskrifaður þaðan í gær. „Mér finnst ég hafa verið afar heppinn. Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og ástæðan fyrir því er allt fólkið sem að hjálpaði mér. Það bjargaði lífi mínu,“ sagði Emil, þakklátur fyrir að á svæðinu væri fólk sem kunni að bregðast við aðstæðum. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er, til að mynda þegar ég væri einn heima eða á leið heim eftir leik. Það var kannski heppni að þetta skyldi gerast á vellinum því þá var allt sem ég þurfti í innan við 100 metra fjarlægð. Á innan við 30 sekúndum var komið fólk í kringum mig sem var byrjað að bjarga lífi mínu,“ sagði Emil sem ræddi einnig sérstaklega við heimasíðu Sogndal í myndbandi sem sjá má hér að neðan: „Mér er sagt að hjartað mitt hafi verið stopp í kannski þrjár og hálfa mínútu (eftir að endurlífgunartilraunir hófust) svo það má segja að ég hafi verið dáinn í fjórar mínútur,“ sagði Emil á fjölmiðlafundinum í dag, áður en hann tók sér stutt hlé til að jafna sig. Segir lítinn möguleika á að ferillinn verði lengri Emil kvaðst ekki vita ástæðurnar fyrir því að hann fór í hjartastopp. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk fer í hjartastopp að það er erfitt að negla niður ástæðuna. Það eru gerð ýmis próf og rannsóknir en akkúrat núna er ástæðan ekki ljós,“ sagði Emil sem kvaðst ekki vita hvert framhaldið yrði hjá sér. „Það er nokkuð sem ég hef spurt mig oft að síðustu daga. Ég held að það sé kannski lítill möguleiki (á að halda knattspyrnuferlinum áfram) en maður ætti aldrei að segja aldrei.“
Norski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira