„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:10 Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk kaupi ekki óþarfa hluti. Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20