Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:28 Portúgalinn Antonio Guterres brúnaþungur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sem nú stendur yfir. AP/Alberto Pezzali Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira