Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 11:32 Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu fylgjast vel með Heklu á næstu dögum vegna skjálftavirkni á svæðinu. Nú eru þó engin merki um yfirvofandi eldgos. vísir/Vilhelm Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði. Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira