Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2021 14:03 Fanndís Friðriksdóttir gæti snúið aftur í landsliðið. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira