Góð frammistaða Elísu hjálpaði Natöshu að fá tækifæri í landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 15:01 Natasha Anasi og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, takast í hendur en Natasha gekk í raðir Breiðabliks á dögunum. Hún hefur áður leikið með Keflavík og ÍBV hér á landi, allt frá árinu 2014. Breiðablik Hin þrítuga Natasha Anasi gæti leikið sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska A-landsliðið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Natasha og nýliðinn Ída Marín Hermannsdóttir koma nýjar inn í hópinn frá síðasta verkefni. Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti