Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:02 Karlmaðurinn sagðist glíma við húðsjúkdóm og því færi hann í ljós. Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira