Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. nóvember 2021 22:22 Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segist gera ráð fyrir að nefndin muni skila af sér tillögum til kjörbréfanefndar þegar hún verður kosin á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira