Flugslysið varð rétt fyrir klukkan 15 á staðartíma í gær og ásamt de Vries lést Thomas P. Fischer.
Í Twitter-færslu Blue Origin segir að starfsfólk fyrirtækisins sé miður sín eftir skyndilegt dauðsfall de Vries. Þá segir að hann hafi blásið miklu lífi og orku í starfsemi Blue Origin og samferðamenn sína. Flugástríðu hans, góðgerðarstarfi og elju í starfi verði lengi minnst.
We are devastated to hear of the sudden passing of Glen de Vries. He brought so much life and energy to the entire Blue Origin team and to his fellow crewmates. His passion for aviation, his charitable work, and his dedication to his craft will long be revered and admired. pic.twitter.com/1hwnjntTVs
— Blue Origin (@blueorigin) November 12, 2021
Í frétt CBS um málið segir að bandarísk flugmálayfirvöld hafi slysið til rannsóknar.
Þá segir að de Vries hafi verið stofnandi Medidata Solutions, mest notaða læknisfræðirannsóknagagnagrunns heims og frístundaflugmaður.