Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:43 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, va eðlilega kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18