„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2021 00:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir mikilvægt að iðnríki hafi fallist á að auka fjárhagslegan aðlögunarstuðning sinn til þróunarríkja. Vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. Íslensk stjórnvöld þurfa ekki breyta núverandi loftslagsmarkmiðum sínum með tilkomu nýja samningsins en Guðmundur vill eftir sem áður gefa frekar í. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komust í gærkvöldi að samkomulagi um lokadrög að loftlagssamningi sem kenndur verður við Glasgow. Þar er farið fram á 45 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við losun árið 2010. Telja fulltrúar margra ríkja að samningurinn gangi of skammt og segja sérfræðingar að skuldbindingarnar útlistaðar í honum dugi ekki til að ná áðurnefndu 1,5 gráðu markmiði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt öðrum þátttakendum í hringborðsviðræðum um aukið samstarf Evrópuþjóða um votlendi sem fram fór samhliða COP26.Stjórnarráðið Mikilvægt að minnst sé á takmörkun á notkun kola Umhverfisráðherra var viðstaddur loftslagsþingið í Glasgow og segir það skipta miklu máli að ríkari lönd hyggist tvöfalda framlög sín til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsmálum samkvæmt samningnum. Þá sé lykilatriði að í fyrsta sinn sé kveðið á um að dregið verði úr notkun kola og niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Það ákvæði olli nokkrum usla á lokametrum samningaviðræðnanna þegar hópur ríkja með Kína og Indland í broddi fylkingar lögðu til að orðalag þess yrði útvatnað. Breytingatillagan var samþykkt og var orðalaginu breytt úr að horfið yrði frá kolanotkun (e. phase-out) í að dregið yrði úr henni (e. phase-down). „Það var mikil óánægja með þetta hjá mjög mörgum ríkjum en í ljósi þess hve mikið liggur við að ná samkomulagi þá var fallist á þessa málamiðlun,“ segir Guðmundur sem kveðst sömuleiðis vera ósáttur við breytinguna. Þó hafi verið betra að fá útvatnað ákvæði inn í samkomulagið en ekkert. „Að þessu öllu sögðu þá eru það auðvitað vonbrigði að ríki heims hafi ekki komið fram með nægjanlega hert markmið sem myndu tryggja það að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður.“ Þess í stað sé gert ráð fyrir því í samkomulagi þingsins að ríki heims geri það á næsta ári og mæti með hert markmið á ráðstefnu sem fram fer í Egyptalandi. Stefni nú í 2,4 gráðu hlýnun „Þetta eru náttúrulega vonbrigði því miðað við loforð ríkja heims frá því fyrir fundinn þá stefndi í 2,7 gráðu hlýnun og eftir þau loforð sem komu núna fram þá erum við sennilega komin niður í 2,4,“ segir Guðmundur. Þó geti staðan litið eitthvað betur út ef fleiri atriði eru tekin með í reikninginn, á borð við yfirlýsingar ríkja sem eru ekki bindandi. „Ég er mjög ánægður að það náðist samkomulag því það skiptir svo miklu máli að við séum sem heimsbyggð að takast á við þetta viðfangsefni saman, því annars náum við ekki árangri. En auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra, þetta er málamiðlun og Ísland studdi hana.“ Fulltrúar frá ólikum löndum stilltu sér upp fyrir hópmynd á lokadegi COP26 ráðstefnunnar.AP/Alberto Pezzali Ekki spurning um hvort heldur hvernig Aðspurður um það hvort hann sé bjartsýnn á að heimsbyggðinni takist að halda hlýnun við hina margumtöluðu 1,5 gráður segir Guðmundur að hann telji í raun ekki annað vera í boði. „Ef hlýnunin fer yfir þetta þá eru bara mjög miklar líkur á því að það verði það umfangsmiklar breytingar á vistkerfum í heiminum að það hafi virkilega neikvæð áhrif á lífríki, afkomu mannsins og lífsviðurværi okkar. Þá munu sum ríki munu hverfa undir sjó eins og í Kyrrahafinu.“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni.AP/Alberto Pezzali „Þessi 1,5 gráða er meðalhlýnun og það mun hlýna meira nær pólunum, til dæmis á Norðurskautssvæðinu sem mun hafa mjög mikil áhrif á vistkerfi þar og líf. Þannig að það er lífsspursmál fyrir jörðina okkar og afkomu mannkyns til framtíðar að við náum þessu markmiði og mér fannst vera samstaða um að við þurfum að ná þessu, þó svo það að hafi ekki tekist núna.“ Í því samhengi telur Guðmundur mikilvægt að Ísland og fleiri ríki haldi áfram að stefna á frekari samdrátt í losun en kveðið er á um í loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna. „Það er ákall til allra um að gera betur, líka til þeirra sem lögðu sig kannski meira fram fyrir þetta þing heldur en aðrir. Þetta er bara sameiginlegt markmið okkar allra, og ríkari þjóðir eiga að leggja meira á sig en þróunarríkin. Við berum meiri ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda í fortíðinni heldur en þau.“ Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44 Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa ekki breyta núverandi loftslagsmarkmiðum sínum með tilkomu nýja samningsins en Guðmundur vill eftir sem áður gefa frekar í. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komust í gærkvöldi að samkomulagi um lokadrög að loftlagssamningi sem kenndur verður við Glasgow. Þar er farið fram á 45 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við losun árið 2010. Telja fulltrúar margra ríkja að samningurinn gangi of skammt og segja sérfræðingar að skuldbindingarnar útlistaðar í honum dugi ekki til að ná áðurnefndu 1,5 gráðu markmiði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ásamt öðrum þátttakendum í hringborðsviðræðum um aukið samstarf Evrópuþjóða um votlendi sem fram fór samhliða COP26.Stjórnarráðið Mikilvægt að minnst sé á takmörkun á notkun kola Umhverfisráðherra var viðstaddur loftslagsþingið í Glasgow og segir það skipta miklu máli að ríkari lönd hyggist tvöfalda framlög sín til aðlögunar þróunarríkja að loftslagsmálum samkvæmt samningnum. Þá sé lykilatriði að í fyrsta sinn sé kveðið á um að dregið verði úr notkun kola og niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Það ákvæði olli nokkrum usla á lokametrum samningaviðræðnanna þegar hópur ríkja með Kína og Indland í broddi fylkingar lögðu til að orðalag þess yrði útvatnað. Breytingatillagan var samþykkt og var orðalaginu breytt úr að horfið yrði frá kolanotkun (e. phase-out) í að dregið yrði úr henni (e. phase-down). „Það var mikil óánægja með þetta hjá mjög mörgum ríkjum en í ljósi þess hve mikið liggur við að ná samkomulagi þá var fallist á þessa málamiðlun,“ segir Guðmundur sem kveðst sömuleiðis vera ósáttur við breytinguna. Þó hafi verið betra að fá útvatnað ákvæði inn í samkomulagið en ekkert. „Að þessu öllu sögðu þá eru það auðvitað vonbrigði að ríki heims hafi ekki komið fram með nægjanlega hert markmið sem myndu tryggja það að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður.“ Þess í stað sé gert ráð fyrir því í samkomulagi þingsins að ríki heims geri það á næsta ári og mæti með hert markmið á ráðstefnu sem fram fer í Egyptalandi. Stefni nú í 2,4 gráðu hlýnun „Þetta eru náttúrulega vonbrigði því miðað við loforð ríkja heims frá því fyrir fundinn þá stefndi í 2,7 gráðu hlýnun og eftir þau loforð sem komu núna fram þá erum við sennilega komin niður í 2,4,“ segir Guðmundur. Þó geti staðan litið eitthvað betur út ef fleiri atriði eru tekin með í reikninginn, á borð við yfirlýsingar ríkja sem eru ekki bindandi. „Ég er mjög ánægður að það náðist samkomulag því það skiptir svo miklu máli að við séum sem heimsbyggð að takast á við þetta viðfangsefni saman, því annars náum við ekki árangri. En auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra, þetta er málamiðlun og Ísland studdi hana.“ Fulltrúar frá ólikum löndum stilltu sér upp fyrir hópmynd á lokadegi COP26 ráðstefnunnar.AP/Alberto Pezzali Ekki spurning um hvort heldur hvernig Aðspurður um það hvort hann sé bjartsýnn á að heimsbyggðinni takist að halda hlýnun við hina margumtöluðu 1,5 gráður segir Guðmundur að hann telji í raun ekki annað vera í boði. „Ef hlýnunin fer yfir þetta þá eru bara mjög miklar líkur á því að það verði það umfangsmiklar breytingar á vistkerfum í heiminum að það hafi virkilega neikvæð áhrif á lífríki, afkomu mannsins og lífsviðurværi okkar. Þá munu sum ríki munu hverfa undir sjó eins og í Kyrrahafinu.“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni.AP/Alberto Pezzali „Þessi 1,5 gráða er meðalhlýnun og það mun hlýna meira nær pólunum, til dæmis á Norðurskautssvæðinu sem mun hafa mjög mikil áhrif á vistkerfi þar og líf. Þannig að það er lífsspursmál fyrir jörðina okkar og afkomu mannkyns til framtíðar að við náum þessu markmiði og mér fannst vera samstaða um að við þurfum að ná þessu, þó svo það að hafi ekki tekist núna.“ Í því samhengi telur Guðmundur mikilvægt að Ísland og fleiri ríki haldi áfram að stefna á frekari samdrátt í losun en kveðið er á um í loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna. „Það er ákall til allra um að gera betur, líka til þeirra sem lögðu sig kannski meira fram fyrir þetta þing heldur en aðrir. Þetta er bara sameiginlegt markmið okkar allra, og ríkari þjóðir eiga að leggja meira á sig en þróunarríkin. Við berum meiri ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda í fortíðinni heldur en þau.“
Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44 Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44
Allar þjóðir samþykktu nýjan loftslagssamning á elleftu stundu Öll 197 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í kvöld nýjan loftslagssamning á COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Síðkomin breyting á orðalagi um samdrátt í kolanotkun kom mörgum í opna skjöldu. 13. nóvember 2021 19:55