Erlent

Heiðra þá sem látist hafa í stríði

Árni Sæberg skrifar
Þýska sendiráðið flaggaði í hálfa.
Þýska sendiráðið flaggaði í hálfa. Vísir/Snorri

Flaggað er í hálfa stöng hjá þýska sendiráðinu á Íslandi í tilefni Volktrauerstag eða minningardagsins, sem haldinn er árlega í Þýskalandi til heiðurs allra þeirra sem látið hafa lífið í styrjöldum. Þá halda Bretar einnig sinn Remembrance sunday.

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands var einn þeirra sem tók þátt í minningarathöfn í Berlín í dag. Hann hélt ræðu þar sem hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að minnast voðaverka Nasista og fórnarlamba þeirra. Hann segir atburði seinni heimstyrjaldar í austur- og suðurevrópu vera að falla úr þjóðarminni Þjóðverja.

Bretar helga annan sunnudag í nóvember minningu þeirra sem fallið hafa við herþjónustu við breska heimsveldið. Athygli vakti að Elísabet önnur Bretadrottning gat ekki verið viðstödd minningarathöfn í dag þar sem hún er tognuð í baki.


Tengdar fréttir

Drottningin missir af minningar­at­höfn vegna tognunar

Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×