Sömu frelsisskerðingar allra, vegna COVID, standast illa Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. nóvember 2021 17:00 Um þessar mundir eru stjórnvöld enn einu sinni að skerða frelsi landsmanna og þjarma að ýmsum atvinnurekstri, þar sem þúsundir manna vinna, með atferlis- og samkomutakmörkunum fyrir alla. Ástæðan er sú, að innlagnir COVID veikra er komin á það stig, að Landspítali ræður rétt við stöðuna; aukning innlagna myndi sprengja móttöku- og þjónustukerfi spítalans. Á sama tíma blasir það við, að innlagnir óbólusettra, um 10% af þjóðinni, hafa síðustu daga og vikur verið 30-50% af öllum innlögnum. M.ö.o. valda óbólusettir þrisvar til fimm sinnum meiri innlögnum, en bólusettir. Mitt mat er, að, ef þessar umfram innlagnir óbólusettra - sem sagt þrisvar til fimm sinnum fleiri, en þeirra bólusettu - hefðu ekki komið til, hefði ekki verið þörf á, að innleiða nýjar atferlis- og samkomutakmarkanir nú. Það frelsi, sem hefur ríkt síðustu vikur og mánuði, hefði þá getað ríkt áfram, nú í aðdraganda og önnum jóla. Auðvitað er frelsi einstaklingsins mikilvægt, og ég er mikill talsmaður þess, að einstaklingurinn njóti sem mests frelsis í hugsun, tali og athöfnum, ekki sízt, þegar um eigin líkama manna er að ræða, en öll mál, líka frelsið, verður að hafa sín mörk. Ef sú ályktun er rétt, sem ég tel allt benda til, að óbólusettir, um 10% þegna landsins, hafi með veikindum sínum og umfram innlagnarþörfum ráðið úrslitum um það, að nú var aftur að skella á takmörkunum fyrir alla, þá tel ég það óhæfu og yfirkeyrt frelsi litlum minnihlutahóp til handa, sem bitnar svo harðlega á hinum mikla meirihluta. Þetta er ekki lýðræðislegt; þarna er lítill hópur (10%) að taka sér frelsi, sem hann á ekki rétt á, vegna þeirra miklu neikvæðu áhrifa, sem sú frelsistaka hefur á hinn mikla meirihluta (90%). Nú eru þessi sjónarmið alls ekki bara frá undirrituðum komin, heldur frá færustu vísindamönnum, sérfræðingum og stjórnmálaleiðtogum um alla Evrópu, en sú stefna, að bólusettir og læknaðir fái og haldi sem mestu frelsi - mest í anda þess, sem var fyrir COVID -, á sama tíma og þeir, sem þráast við bólusetningu, af hvaða ástæðum sem er, verða að sæta vaxandi takmörkunum, vex nú mjög fiskur um hrygg. Í minni gömlu borg, Hamborg, t.a.m., hefur nú um skeið gilt sú regla, að þeir, sem eru bólusettir eða hafa hlotið bata af pestinni, geta farið um allt og gert allt, en óbólusettir verða að sæta miklum takmörkunum. Þar og víða um Þýzkaland, og í vaxandi mæli um alla Evrópu, gildir nú hin svokallað 2G regla. 2G stendur fyrir „Geimpft“ og „Genesen“. Semsagt, bólusettur eða með bata eftir COVID. Hér mætti kalla þessa reglu 2B. Þeir, sem eru í flokki 2G hafa frjálsan aðgang að veitingastöðum, kvikmyndahúsum, leikhúsum, börum, íþróttamannvirkjum, íþróttavöllum og öðrum samkomustöðum, án takmarkana, mest eins og var fyrir COVID. Hinir, sem ekki fullnægja 2G, hafa engan aðgang að þessum stöðum, ekki einu sinni, þó þeir framvísi neikvæðu COVID- hraðprófi. Enn hafa óbólusettir aðgang að hótelum, dvalarstöðum og samgöngutækjum, leigubílum, strætó, sporvögnum, lestum, farþegaskipum og flugum, nokkuð gegn framvísun neikvæðs COVID-prófs, en það viðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær 2G reglan verður látin gilda um samgöngur líka. Sama sagan er meira og meira að koma upp með vinnustaði. Enn geta óbólusettir tryggt sína stöðu með neikvæðum hraðprófum, en þolinmæði vinnuveitenda með það fyrirkomulag er líka að renna sitt skeið, enda er það er bæði tímafrekt og óöruggt. Í sömu löndum er umburðarlyndið gagnvart óbólusettum starfsmönnum í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu komið á lokastig, en, eins og allir vita, ber þetta fólk ábyrgð á lífi, limum og velferð þeirra, sem veikastir eru fyrir og minnst þola. Fyrir mér er það með ólíkindum, að þetta starfsfólk telji við hæfi, að mæta óbólusett til starfa. Í vaxandi mæli er nú víða verið að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar með skertum launakjörum eða uppsögnum. Auðvitað vantar alls staðar starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, en stjórnavöld víða meta það nú svo, að hættan af óbólusettu starfsfólki vegi meira, en skaðinn af því að missa það. Að lokum þetta: Ritsjóri Fréttablaðsins velti upp þessu máli í leiðara blaðsins um þessa helgi. Auðvitað stóð mikill meirihluti lesenda með honum, í þessum málflutningi, en, á hinn bóginn, voru viðbrögð - orðbragðið, illskan, heiftin og rætnin - sem frá talsmönnum óbólusettra kom, með ólíkindum. Líktist helzt skrílslátum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru stjórnvöld enn einu sinni að skerða frelsi landsmanna og þjarma að ýmsum atvinnurekstri, þar sem þúsundir manna vinna, með atferlis- og samkomutakmörkunum fyrir alla. Ástæðan er sú, að innlagnir COVID veikra er komin á það stig, að Landspítali ræður rétt við stöðuna; aukning innlagna myndi sprengja móttöku- og þjónustukerfi spítalans. Á sama tíma blasir það við, að innlagnir óbólusettra, um 10% af þjóðinni, hafa síðustu daga og vikur verið 30-50% af öllum innlögnum. M.ö.o. valda óbólusettir þrisvar til fimm sinnum meiri innlögnum, en bólusettir. Mitt mat er, að, ef þessar umfram innlagnir óbólusettra - sem sagt þrisvar til fimm sinnum fleiri, en þeirra bólusettu - hefðu ekki komið til, hefði ekki verið þörf á, að innleiða nýjar atferlis- og samkomutakmarkanir nú. Það frelsi, sem hefur ríkt síðustu vikur og mánuði, hefði þá getað ríkt áfram, nú í aðdraganda og önnum jóla. Auðvitað er frelsi einstaklingsins mikilvægt, og ég er mikill talsmaður þess, að einstaklingurinn njóti sem mests frelsis í hugsun, tali og athöfnum, ekki sízt, þegar um eigin líkama manna er að ræða, en öll mál, líka frelsið, verður að hafa sín mörk. Ef sú ályktun er rétt, sem ég tel allt benda til, að óbólusettir, um 10% þegna landsins, hafi með veikindum sínum og umfram innlagnarþörfum ráðið úrslitum um það, að nú var aftur að skella á takmörkunum fyrir alla, þá tel ég það óhæfu og yfirkeyrt frelsi litlum minnihlutahóp til handa, sem bitnar svo harðlega á hinum mikla meirihluta. Þetta er ekki lýðræðislegt; þarna er lítill hópur (10%) að taka sér frelsi, sem hann á ekki rétt á, vegna þeirra miklu neikvæðu áhrifa, sem sú frelsistaka hefur á hinn mikla meirihluta (90%). Nú eru þessi sjónarmið alls ekki bara frá undirrituðum komin, heldur frá færustu vísindamönnum, sérfræðingum og stjórnmálaleiðtogum um alla Evrópu, en sú stefna, að bólusettir og læknaðir fái og haldi sem mestu frelsi - mest í anda þess, sem var fyrir COVID -, á sama tíma og þeir, sem þráast við bólusetningu, af hvaða ástæðum sem er, verða að sæta vaxandi takmörkunum, vex nú mjög fiskur um hrygg. Í minni gömlu borg, Hamborg, t.a.m., hefur nú um skeið gilt sú regla, að þeir, sem eru bólusettir eða hafa hlotið bata af pestinni, geta farið um allt og gert allt, en óbólusettir verða að sæta miklum takmörkunum. Þar og víða um Þýzkaland, og í vaxandi mæli um alla Evrópu, gildir nú hin svokallað 2G regla. 2G stendur fyrir „Geimpft“ og „Genesen“. Semsagt, bólusettur eða með bata eftir COVID. Hér mætti kalla þessa reglu 2B. Þeir, sem eru í flokki 2G hafa frjálsan aðgang að veitingastöðum, kvikmyndahúsum, leikhúsum, börum, íþróttamannvirkjum, íþróttavöllum og öðrum samkomustöðum, án takmarkana, mest eins og var fyrir COVID. Hinir, sem ekki fullnægja 2G, hafa engan aðgang að þessum stöðum, ekki einu sinni, þó þeir framvísi neikvæðu COVID- hraðprófi. Enn hafa óbólusettir aðgang að hótelum, dvalarstöðum og samgöngutækjum, leigubílum, strætó, sporvögnum, lestum, farþegaskipum og flugum, nokkuð gegn framvísun neikvæðs COVID-prófs, en það viðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær 2G reglan verður látin gilda um samgöngur líka. Sama sagan er meira og meira að koma upp með vinnustaði. Enn geta óbólusettir tryggt sína stöðu með neikvæðum hraðprófum, en þolinmæði vinnuveitenda með það fyrirkomulag er líka að renna sitt skeið, enda er það er bæði tímafrekt og óöruggt. Í sömu löndum er umburðarlyndið gagnvart óbólusettum starfsmönnum í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu komið á lokastig, en, eins og allir vita, ber þetta fólk ábyrgð á lífi, limum og velferð þeirra, sem veikastir eru fyrir og minnst þola. Fyrir mér er það með ólíkindum, að þetta starfsfólk telji við hæfi, að mæta óbólusett til starfa. Í vaxandi mæli er nú víða verið að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar með skertum launakjörum eða uppsögnum. Auðvitað vantar alls staðar starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, en stjórnavöld víða meta það nú svo, að hættan af óbólusettu starfsfólki vegi meira, en skaðinn af því að missa það. Að lokum þetta: Ritsjóri Fréttablaðsins velti upp þessu máli í leiðara blaðsins um þessa helgi. Auðvitað stóð mikill meirihluti lesenda með honum, í þessum málflutningi, en, á hinn bóginn, voru viðbrögð - orðbragðið, illskan, heiftin og rætnin - sem frá talsmönnum óbólusettra kom, með ólíkindum. Líktist helzt skrílslátum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar