Fótbolti

Innsláttarvilla á búningnum sem Norður-Makedóníumenn færðu Birki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason með treyjuna sem Norður-Makedóníumenn færðu honum fyrir leikinn í gær.
Birkir Bjarnason með treyjuna sem Norður-Makedóníumenn færðu honum fyrir leikinn í gær.

Birkir Bjarnason var heiðraður fyrir leik Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 í gær.

Birkir lék þá sinn 105. landsleik og sló þar með leikjamet íslenska landsliðsins. Hann jafnaði leikjamet Rúnars Kristinssonar gegn Rúmeníu á fimmtudaginn og eftir leikinn í gær á hann leikjametið einn.

Fyrir leikinn færði Stefan Ristovski, fyrirliði Norður-Makedóníu, Birki norður-makedónska treyju með númerinu 105 og nafni hans. Það var reyndar skrifað vitlaust, Bjarnson, en ekki Bjarnason. En Birkir hefur væntanlega ekki stressað sig mikið á því enda fylgdi góður hugur gjöfinni.

Norður-Makedónía vann leikinn, 3-1, og tryggði sér þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar. Ísland endaði hins vegar í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með níu stig.

Eftir leikinn kvaðst Birkir stoltur af áfanganum og sagðist hvergi nærri hættur í landsliðinu. „Ég er ekki að fara að hætta. Ég er ungur ennþá,“ sagði Birkir í viðtali við RÚV eftir leikinn í Skopje.

Birkir lék sinn fyrsta landsleik gegn Andorra 2010 og hefur síðan þá varla misst af landsleik. Í leikjunum 105 fyrir íslenska landsliðið hefur hann skoraði fjórtán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×