Ingibjörg mætti með hníf til að skrifa undir Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 14:33 Ingibjörg Sigurðardóttir mundar hnífinn í gríni, í innslagi Vålerenga. Hún er vön að láta finna vel fyrir sér eins og hún gerði gegn Hollendingum í haust. Skjáskot og Getty Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur ákveðið að halda tryggð við bikarmeistara Vålerenga og framlengja dvöl sína í Noregi um að minnsta kosti tvö ár. „Ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Vålerenga um tvö ár og get ekki beðið eftir því að halda vinnunni áfram og ná fleiri markmiðum með liðinu,“ segir Ingibjörg. Vålerenga greinir frá samningnum við þessa 24 ára gömlu knattspyrnukonu frá Grindavík, í skemmtilegri klippu á samfélagsmiðlum. Í lok klippunnar fær Ingibjörg samning í hendurnar, dregur þá upp myndarlegan hníf og er hálfhissa á að þurfa að útskýra hvað hún ætli að gera við hann: „Á Íslandi skrifum við undir með blóði,“ segir Ingibjörg, með húmorinn í lagi. Með Ingibjörgu sem lykilmann í varnarleiknum varð Vålerenga norskur bikarmeistari fyrir hálfum mánuði, annað árið í röð. Ingibjörg lék áður með Djurgården í Svíþjóð í tvö ár og með Breiðabliki og Grindavík heima á Íslandi. Ingibjörg hefur leikið 40 A-landsleiki og er í landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. Leiktíðinni í norsku úrvalsdeildinni lauk um helgina og þar endaði Vålerenga, sem er einnig með Amöndu Andradóttur innanborðs, í 4. sæti með 35 stig. Sandviken, sem tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Vålerenga, varð norskur meistari með 52 stig. Norski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með að hafa framlengt samninginn við Vålerenga um tvö ár og get ekki beðið eftir því að halda vinnunni áfram og ná fleiri markmiðum með liðinu,“ segir Ingibjörg. Vålerenga greinir frá samningnum við þessa 24 ára gömlu knattspyrnukonu frá Grindavík, í skemmtilegri klippu á samfélagsmiðlum. Í lok klippunnar fær Ingibjörg samning í hendurnar, dregur þá upp myndarlegan hníf og er hálfhissa á að þurfa að útskýra hvað hún ætli að gera við hann: „Á Íslandi skrifum við undir með blóði,“ segir Ingibjörg, með húmorinn í lagi. Með Ingibjörgu sem lykilmann í varnarleiknum varð Vålerenga norskur bikarmeistari fyrir hálfum mánuði, annað árið í röð. Ingibjörg lék áður með Djurgården í Svíþjóð í tvö ár og með Breiðabliki og Grindavík heima á Íslandi. Ingibjörg hefur leikið 40 A-landsleiki og er í landsliðshópnum sem mætir Japan og Kýpur síðar í þessum mánuði. Leiktíðinni í norsku úrvalsdeildinni lauk um helgina og þar endaði Vålerenga, sem er einnig með Amöndu Andradóttur innanborðs, í 4. sæti með 35 stig. Sandviken, sem tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Vålerenga, varð norskur meistari með 52 stig.
Norski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira