Kennir „blindum beitusala“ um og segir Stjörnuna enn eiga eftir að vinna titilinn Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 08:30 Jón Rúnar Halldórsson segir Stjörnuna í raun enn eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil, þó að hann hafi þurft að horfa upp á Veigar Pál Gunnarsson handleika Íslandsmeistarabikarinn í Kaplakrika 2014. „Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, bæði í gríni og alvöru, um leikinn fræga á milli Stjörnunnar og FH þegar Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla árið 2014, á kostnað FH. Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira