Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 18:32 Willum Þór Þórsson er sitjandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. „Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira