„Það er eins og hún minnki með hverjum deginum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:31 Helena Rut Örvarsdóttir hefur ekki fundið sig með Stjörnunni á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Aðalmál þessa leiks er Stjarnan. Ég veit að ég og við erum orðin pínu eins og biluð plata með Helenu því við getum ekki mikið sett út á Evu sem er að skila sínu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. Helena Rut Örvarsdóttir hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hún skoraði aðeins eitt mark úr tíu skotum í tapleiknum á móti Haukum um helgina. „Elsku Helena. Hún má bara fara í pissupásu núna eða eitthvað. Hvað er í gangi? Þú skorar ekki eitt mark úr tíu skotum, leik eftir leik eftir leik og það er eins og hún minnki með hverjum deginum. Ekkert sjálfstraust og hún er einhvern veginn að koðna niður,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Helenu „Það er að hluta til það sem er að gerast þegar að heldur áfram að ganga svona illa. Hún er ekki að ná góðum leikjum, því miður. Sérstaklega af því að maður veit hvað í henni býr þá er ótrúlega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er alltof nálægt og í alltof miklum kontakt. Hún á að vera miklu fjær. Þetta er kraftlítið hjá henni og það þarf ekki mikla snertingu til að koma henni úr jafnvægi,“ sagði Solveig Lára. Helena Rut er með 2,7 mörk að meðaltali í leik en aðeins 32 prósent skotnýtingu. „Þetta er ekkert líkt henni og hún er bara að spila langt undir getu. Við erum ekkert að segja henni neinar fréttir. Hún veit það alveg sjálf og ætlar sér örugglega að gera betri hluti en þetta. Hún mun vonandi gera það,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má heyra spjallið um Helenu Rut hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá umræðu um allt Stjörnuliðið sem hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum á tímabilinu. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Helena Rut Örvarsdóttir hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hún skoraði aðeins eitt mark úr tíu skotum í tapleiknum á móti Haukum um helgina. „Elsku Helena. Hún má bara fara í pissupásu núna eða eitthvað. Hvað er í gangi? Þú skorar ekki eitt mark úr tíu skotum, leik eftir leik eftir leik og það er eins og hún minnki með hverjum deginum. Ekkert sjálfstraust og hún er einhvern veginn að koðna niður,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan: Frammistaða Helenu „Það er að hluta til það sem er að gerast þegar að heldur áfram að ganga svona illa. Hún er ekki að ná góðum leikjum, því miður. Sérstaklega af því að maður veit hvað í henni býr þá er ótrúlega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er alltof nálægt og í alltof miklum kontakt. Hún á að vera miklu fjær. Þetta er kraftlítið hjá henni og það þarf ekki mikla snertingu til að koma henni úr jafnvægi,“ sagði Solveig Lára. Helena Rut er með 2,7 mörk að meðaltali í leik en aðeins 32 prósent skotnýtingu. „Þetta er ekkert líkt henni og hún er bara að spila langt undir getu. Við erum ekkert að segja henni neinar fréttir. Hún veit það alveg sjálf og ætlar sér örugglega að gera betri hluti en þetta. Hún mun vonandi gera það,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Það má heyra spjallið um Helenu Rut hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá umræðu um allt Stjörnuliðið sem hefur aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum á tímabilinu. Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnuliðsins í vetur
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira