„Maður stundum sér ekki þegar hún er farin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir er illviðráðanleg einn á móti einum enda fáir leikmenn með eins mikinn sprengikraft og hún. Vísir/Hulda Margrét Hin sautján ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var til umræðu í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir síðustu umferð í Olís deild kvenna í handbolta. „Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira