„Maður stundum sér ekki þegar hún er farin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir er illviðráðanleg einn á móti einum enda fáir leikmenn með eins mikinn sprengikraft og hún. Vísir/Hulda Margrét Hin sautján ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var til umræðu í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir síðustu umferð í Olís deild kvenna í handbolta. „Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
„Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti