Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 13:17 Alþingi verður kallað saman með stuttum fyrirvara eftir að undirbúningskjörbréfanefnd lýkur störfum. Vísir/Viljelm Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55