Til þín íslenska. Frá mér sem er að læra þig Alondra Silva Munoz skrifar 16. nóvember 2021 19:30 Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Til þín, íslenska. Flókna ástin mín. (Mis)skilið ástin mín. Orsök mín fyrir sársauka og ávinning. Íslenskan mín. Þetta er með ást, til þín. Ég er með játningu. Ein af mörgum ástæðum þess að ég flutti til Íslands var ást mín á íslenska tungumálinu. Ég er oft leið þegar ég átta mig á því að aðstæður mínar (upptekin vegna meistaranáms og rækta starfsframann síðustu ár) hafa oft leitt til þess að ég hef ekki haft eins mikið tækifæri til að bæta mig í Íslensku og mig hafði dreymt um fyrir mörgum árum. Eins og margir aðrir íslenskunemar þá er samband mitt við Íslenskuna flókið. Ég elska málið vegna þess að mér finnst það fallegt, þó það sé flókið. Að læra nýtt tungumál sem innflytjandi getur verið snúið. Þú vilt geta lært tungumálið, þú vilt ekki vera útundan, en þú vilt heldur ekki týna sjálfinu vegna þess að þú hefur aðeins byrjendatól tungumálsins. Ég hef verið að læra og æfa Íslensku í nokkuð ár núna, og þar sem þetta er fimmta tungumálið sem ég læri, þá verð ég að segja að ég iðrast einskis. Það tók mig mörg ár að safna hugrekki til að tjá mig í hinum ýmsu aðstæðum á Íslensku. Ég hafði einfaldlega ekki færnina til þess fyrr. Í dag get ég sagt að Íslenskan hjálpar mér heima við, í vinnunni, í sjálfboðaliðastörfum og með ástinni minni. Ég er stolt af því hvert ég er komin, hægt en örugglega. Þetta kostaði 5+ tungumálaskóla, 8+ námskeið, heilmikið fjármagn og helling af hugrekki. En nú ertu að lesa mín orð á Íslensku! (með smá hjálp frá manninum mínum). Ég hef oft lent í því að koma að lokuðum dyrum vegna þess að ég hafði ekki nægjanlega færni í málinu miðað við það sem einhver telur nauðsynlegt fyrir tilteknar aðstæður. Oft hafa slíkra ákvarðanir annarra verið byggðar á þeirra ályktun af færni minni. Þið vissuð það kannski ekki en ég hef bæði BA og Mastersnám í málvisindum. Samt sem áður finnst mér mjög erfitt að læra málið. Mig langar að bjóða ykkur öllum að vera vingjarnleg við fólk sem er að læra málið. Þú veist ekki hversu mikilvægt það er fyrir þá sem eru að læra málið að fá tækifæri til að æfa sig. Fyrir suma sem eru að læra málið þá getur stutt samtal í Bónus verið eina tækifærið sem þau hafa alla vikuna eða jafnvel mánuðin. En ég bið ykkur líka um að vera góð við manneskjum sem kýs að tjá sig á ensku í afmælisboði. Kannski er viðkomandi mjög feiminn að tala íslensku, þau gætu verið að þýða hvert orð í höfðinu af því viðkomandi er hræddur við að segja orðin upphátt. Einnig vil ég biðja ykkur um að vera góð við þá sem ekki eru tilbúin að tala málið, þau eru með sínar ástæður fyrir því. Eins og með flest annað, þá er ekki hægt að þröngva tungumálinu á fólk. Viljinn til að læra og tala málið verður að koma að innan. Það tók langan tíma fyrir mig, eftir mikin utanaðkomandi þrýsting, mismunun, ósanngjarnar ályktanir, lokaðar dyr, fordæmingu en einnig eftir mikinn skilning, þrautseigju og þolinmæði frá ástinni minni Helga, kennurum mínum, vinum, samstarfsfélögum, ókunnugum, og frá sjálfum mér. Höfundur er innflytjandi á Íslandi frá Chile sem nemur íslenskt mál
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar