Eftirmaður Lars Lagerbäck hjá Noregi með lélegri árangur en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 13:01 Lars Lagerbäck þegar hann var þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. vísir/vilhelm Ståle Solbakken, eftirmanni Lars Lagerbäck hjá norska landsliðinu, tókst ekki að koma norska landsliðinu á HM í Katar. Norðmenn hafa því áfram ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. Norska landsliðið náði bara í eitt stig í síðasta glugga undankeppninnar á meðan Tyrkir unnu báða sína leiki og komust í umspil á kostnað Norðmanna. Hollendingar unnu riðilinn eftir sigur á Noregi í síðasta leiknum. 50-50 for Solbakken: 99 prosent sikker på at vi kommer til EM #ESNball https://t.co/FNFVOqS73T— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 17, 2021 Norðmenn ráku Lars Lagerbäck eftir að þessum fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mistókst að koma norska landsliðinu á Evrópumótið í fyrra. Norðmenn sátu þarf eftir í umspilinu eins og við Íslendingar. Lars stýrði norska landsliðinu í 34 landsleikjum og liðið vann átján af þeim en tapaði átta. Norðmenn voru með 52,9 prósent sigurhlutfall undir stjórn Lagerbäck. Dagsavisen fjallar um þennan árangur og að norska landsliðið hefði gert betur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norðmenn hafa fimmtíu prósent sigurhlutfall í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Solbakken en liðið vann sex af þeim leikjum. Liðið náði í stig á móti Hollandi á heimavelli og Tyrkjum á útivelli en tap fyrir Tyrkjum í Osló og markalaust jafntefli á móti Lettlandi á heimavelli reyndust liðinu dýrkeypt úrslit í baráttunni um sætin á HM. Solbakken er þó ekki að baki dottinn þrátt fyrir þennan árangur. „Við höfum tekið skref í rétta átt. Ég er viss, alla vega 99 prósent viss um að við komust á EM í Þýskalandi ef við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi eftir leikinn. Það fylgir sögunni að norska liðið var án Erling Haaland í síðustu fjórum leikjum sínum en framherji Dortmund skoraði 5 mörk í 3 leikjum í undankeppninni í september. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Norska landsliðið náði bara í eitt stig í síðasta glugga undankeppninnar á meðan Tyrkir unnu báða sína leiki og komust í umspil á kostnað Norðmanna. Hollendingar unnu riðilinn eftir sigur á Noregi í síðasta leiknum. 50-50 for Solbakken: 99 prosent sikker på at vi kommer til EM #ESNball https://t.co/FNFVOqS73T— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 17, 2021 Norðmenn ráku Lars Lagerbäck eftir að þessum fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mistókst að koma norska landsliðinu á Evrópumótið í fyrra. Norðmenn sátu þarf eftir í umspilinu eins og við Íslendingar. Lars stýrði norska landsliðinu í 34 landsleikjum og liðið vann átján af þeim en tapaði átta. Norðmenn voru með 52,9 prósent sigurhlutfall undir stjórn Lagerbäck. Dagsavisen fjallar um þennan árangur og að norska landsliðið hefði gert betur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norðmenn hafa fimmtíu prósent sigurhlutfall í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Solbakken en liðið vann sex af þeim leikjum. Liðið náði í stig á móti Hollandi á heimavelli og Tyrkjum á útivelli en tap fyrir Tyrkjum í Osló og markalaust jafntefli á móti Lettlandi á heimavelli reyndust liðinu dýrkeypt úrslit í baráttunni um sætin á HM. Solbakken er þó ekki að baki dottinn þrátt fyrir þennan árangur. „Við höfum tekið skref í rétta átt. Ég er viss, alla vega 99 prósent viss um að við komust á EM í Þýskalandi ef við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi eftir leikinn. Það fylgir sögunni að norska liðið var án Erling Haaland í síðustu fjórum leikjum sínum en framherji Dortmund skoraði 5 mörk í 3 leikjum í undankeppninni í september.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira