Þegar ég verð stór mun ég fá miklu hærri laun en þú! Tinna Hallbergsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 10:31 „Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun